Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 20

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 24. júní var haldinn 20. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason, Jórunn Pála Jónasdóttir og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. júní 2019 vegna kosningar borgarstjórnar á formanni menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Formaður var kjörinn Hjálmar Sveinsson í stað Pawels Bartoszek. RMF18060004

    Fylgigögn

  2. Fram fer kosning varaformanns menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Pawel Bartoszek er kosinn varaformaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs með 4 atkvæðum. Björn Gíslason hlaut 3 atkvæði. RMF18060004

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. júní 2019 vegna breytingar á varamanni í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Jórunn Pála Jónasdóttir tekur sæti varamanns í ráðinu í stað Arnar Þórðarsonar. RMF18060004

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á Menningarnótt 2019. RMF19060004

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga og umsögn ráðgefandi fagaðila, dags. 18. júní 2019, um úthlutun styrkja ársins 2019 fyrir myndríka miðlun tengda sögu og menningu í Reykjavík. RMF19050001

    Samþykkt.

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram verklagsreglur vegna styrkja úr borgarsjóði á sviði menningarmála fyrir árið 2020. RMF19030006

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs til staðfestingar.

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram verklagsreglur úrbótasjóðs tónleikastaða. RMF19030006

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs til staðfestingar.

    María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram tillaga sviðsstjóra um menningarkort fyrir eldri borgara, dags. 20. júní 2019. RMF190500017

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs til staðfestingar.

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram stofnskrár Borgarbókasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur með breytingum. RMF19060005

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Fram fer kynning á markaðsátaki menningar- og ferðamálasviðs. RMF19060006

    Gíslína Petra Þórarinsdóttir, verkefnastjóri á menningar- og ferðamálasviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    kl. 14.44 víkja Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir af fundinum.

    -    kl. 14.44 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR, Frímann Ari Ferdinandsson áheyrnarfulltrúi ÍBR og Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri á íþrótta- og tómstundasviði, sem tekur við fundargerðarritun.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 14. júní sl. vegna rafíþrótta í framhaldi af bókun ráðsins á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs um rafíþróttir 13. maí 2019.

    Samþykkt að íþrótta- og tómstundasvið auglýsi eftir styrkjum til að aðstoða við stofnun rafíþróttadeilda innan Reykjavíkur. Fylgt skal styrkjareglum borgarinnar varðandi verkefnaáætlanir og tengsl við aðrar stefnur borgarinnar. Umsóknarfrestur skal vera til 10. júlí. Íþrótta- og tómstundasviði er falið að gera tillögur að styrkjaúthlutun til borgarráðs en sviðinu er heimilt að leita eftir umsögnum og áliti Íþróttabandalags Reykjavíkur. Heildarstyrkupphæð skal að hámarki nema 2 mkr. sem tekið skal af ónýttum styrkjum ársins 2019 og gert er ráð fyrir að að hámarki 1-3 verkefni skuli hljóta styrk.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 14. júní 2019 vegna erindis Fjölnis um tíma fyrir æfingar.

    Samþykkt að ÍTR og ÍBR verði heimilað að semja við Fjölni og Egilshöll um skipulag æfinga til áramóta og tillögur vegna ársins 2020 verði teknar til umfjöllunar, við gerð fjárhagsáætlunar.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram, til kynningar,  bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 14. júní 2019 vegna Golfklúbbs Brautarholts.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram bréf Karatesambands Íslands, Karatedeildar Fylkis, Karatefélagsins Þórshamars, Karatedeildar Fjölnir og Karatedeildar ÍR dags. 14. maí 2019 með ósk um styrk f.h. karatefélaga og karatedeilda í Reykjavík til að kaupa búnað vegna Smáþjóðaleika Evrópu í karate í Reykjavík 13.-15. september 2019.

    Ráðið fellst á erindið. Ráðið áréttar um leið að almennur umsóknarfrestur vegna styrkja úr borgarsjóði er fyrir 1. október ár hvert og jafnaði er ekki unnt gefa fyrirheit um að til lengdar verði hægt að taka fyrir umsóknir sem berast utan þess tíma.

        Björn Gíslason víkur af fundi undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf Glímufélagsins Ármanns dags. 16. maí 2019 með ósk um viðhaldsstyrk vegna endurbóta á skíðaskála félagsins í Bláfjöllum. 

    Vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2020.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. maí 2019 vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pulsuvagn fyrir framan Sundhölllina.

    Ráðið telur ekki heppilegt að hafa pulsuvagn við Sundhöllina. Við bendum á að í nágrenninu eru allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavíkur dags. 30. apríl 2019 með ábendingu um að endurnýja og bæta Breiðholtslaugina.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir ábendinguna. Nýlokið er framkvæmdum að koma fyrir nýrri vatnsrennibraut, barnaleiktækjum og köldum potti við laugina.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. maí 2019 vegna umsóknar Stelpur rokka um húsnæðisstyrk vegna húsnæðis borgarinnar í Völvufelli. Erindinu var vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

    Ráðið telur að Stelpur Rokka sé flott verkefni, en bendir á að borgin styrkir verkefnið nú þegar um 4.0 mkr. á ári.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf fjölmenningarráðs dags. 21. maí 2019 ásamt umsögn ráðsins um tillögur um fjölmenningarfræðslu fyrir sjálfboðaliða og þjálfara í íþrótta- og tómstundastarfi.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram, til kynningar, bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 20. júní 2019 varðandi tillögur um breytingar á reglum um frístundakortið.

    -    kl. 16:07 víkur Steinþór Einarsson af fundi.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram, til kynningar, minnisblað ÍBR dags. 18. júní 2019 vegna jafnréttis- og mannauðsmála hjá íþróttafélögum í Reykjavík.

    -    kl. 16:11 víkur Pawel Bartoszek af fundi og Gunnlaugur Bragi Björnsson tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 12. júní 2019 vegna erindis frá samráðsvefnum Betri Reykjavík um frístundastyrk fyrir öryrkja.

        Ráðið leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar- íþrótta og tómstundaráð þakkar fyrir framkomna tillögu um frístundakort fyrir öryrkja. Reykjavík veitir öryrkjum frítt í sund og á öll söfn borgarinnar. Einnig býðst öryrkjum afsláttur hjá ýmsum líkamsræktarstöðvum auk þess sem styrkir eru veittir til íþróttafélags fatlaðra. Samkvæmt útreikningum velferðarsviðs myndi sambærilegur frístundastyrkur og veittur er til barna kosta borgina um 350 milljónir á ári. Í ljósi þess er ekki hægt að samþykkja tillöguna á þessu stigi.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar dags. 4. júní 2019 yfir innkaup ÍTR í maí.

    Fylgigögn

  24. Formaður leggur fram svohljóðandi tillögu: 

        Samþykkt að næsti fundur verði 26. ágúst 2019.

        Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 16:20

Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek

Sabine Leskopf