Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 19

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 27. maí var haldinn 19. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Líf Magneudóttir, Björn Gíslason, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilnefning um borgarlistamann 2019 sem útnefndur verður 17. júní 2019. RMF19040002

    Samþykkt. Trúnaðarmál fram að útnefningu.

  2. Fram fer kynning á 3ja mánaða uppgjöri menningar- og ferðamálasviðs. RMF19010003

  3. Fram fer kynning á drögum að nýrri stefnu fyrir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. RMF19050016

    Kristín Viðarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjórar Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    kl. 14.40 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.

    -    kl. 14.40 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 23. maí 2019, að verklagsreglum vegna úthlutunar styrkja úr borgarsjóði á sviði menningarmála 2019. RMF19030006

    Samþykkt.

    María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra, dags. 27. maí 2019, að skipan í faghóp um styrki til myndríkrar miðlunar. Lagt til að Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði, Kristín Hauksdóttir, verkefnastjóri á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Borgarsögusafni Reykjavíkur og Guðbrandur Benediksson, safnstjóri, Borgarsögusafni Reykjavíkur, taki sæti í fagghópnum. RMF19050001

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 27. maí 2019, um aðsókn eldri borgara að söfnum borgarinnar. RMF19050017

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 20. maí 2019, við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna um menningarframboð í hverfum, sbr. 17. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. maí 2019. RMF190500018

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 20. maí 2019, við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna um vinnurými listamanna, sbr. 18. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. maí 2019. RMF190500019

    Fylgigögn

  9. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir samantekt á þeim styrkjasamningum sem nú eru í gildi og snúa að barnamenningu í borginni , þ.e. menningarstarfssemi sem er sérstaklega ætluð börnum og menningarstarf sem er unnið með og að frumkvæði barna. Sérstaklega er óskað eftir yfirliti yfir þá samninga sem snúa að stórum menningarstofunum, s.s. Borgarleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig er óskað eftir yfirliti yfir það barnastarf sem stendur til boða á menningarstofnunum borgarinnar. Einnig er óskað eftir yfirliti yfir þá húsnæðisaðstöðu sem stendur skipuleggjendum barnamenningarstarfs til boða í borginni ásamt þeim styrkjum sem veittir eru til húsnæðis undir barnamenningartengda starfssemi.

Fundi slitið klukkan 15:38

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf Alexandra Briem