Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2019, mánudaginn 13. maí var haldinn 18. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:33. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttur, Björn Gíslason, Örn Þórðarson varamaður fyrir Katrínu Atladóttir, Baldur Borgþórsson og Frímann Ari Ferdinandsson áheyrnarfulltrúi ÍBR. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Andrés B Andreasen fjármálastjóri ÍTR og Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR.
Fundarritari var Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri hjá ÍTR.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram 5 ára áætlun, skuldbindingar ÍTR vegna fjárhagsáætlunar 2020-2024.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Fjölnis vegna æfinga haustið 2019. Einnig lögð fram umsögn ÍBR um málið.
Vísað til umsagnar ÍTR.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. apríl 2019, þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs erindis Bridgesambands Íslands, dags. 19. mars 2019, um stuðning vegna bridgehátíðar í Reykjavík 2020-2022.
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi bókun:
MÍT telur ekki forsendur til að stofna til nýrra langtímaskuldbindinga borgarsjóðs á þessari stundu. Erindinu er hafnað á þessu stigi og umsækjendum bent á að sækja um til borgarsjóðs í árlegri styrkúthlutun 2020 sem opnað verður fyrir í haust.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf ÍBR, dags. 10. apríl 2019, með umsögn um erindi Fjölnis um aðstöðu fyrir sunddeild félagsins í Úlfarárdal.
Erindi Fjölnis er hafnað.Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi bókun:
MÍT telur ekki tímabært að ræða útleigu á sundlaug í Úlfarsárdal á þessari stundu, þegar enn er nokkuð þangað til að hún verði tekin í notkun. Eðlilegt er að almenningsíþróttamannvirki í eigu borgarinnar standi öllum til boða sem hyggjast nýta þau vegna skipulagðra æfinga, eftir því sem rými og aðstæður leyfa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf ÍBR, dags. 10. apríl 2019, með umsögn um erindi Golfklúbbs Kjalarness um styrk vegna golfvalla.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. apríl 2019, vegna tillögu borgarstjórnar um stuðning við rafíþróttir.
Tillagan samþykkt.Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi bókun:
MÍT lýsir yfir stuðningi við framkomna tillögu og felur sviðstjóra að: a) Athuga hvort breyta þurfi reglum um frístundakort til að liðka fyrir notkun frístundastyrkja þegar kemur að rafíþróttum. b) Athuga með hvaða hætti huga megi að stuðningi borgarinnar við rafíþróttir til jafns við annað íþrótta- og tómstundastarf. c) Útfæra tilraunaverkefni vegna haustsins 2019, sem rúmast innan fjárheimila, þar sem styrkjareglum borgarinnar er fylgt og jafnræðis er gætt meðal félaga.
Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla starfshóps ÍTR, ÍBR og mannréttindaskrifstofu um fjölmenningarfræðslu.
Gerður Sveinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Samþykkt að óska eftir umsögn fjölmenningarráðs um skýrsluna.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Frístundakortinu 2018.
Jóhanna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. maí 2019, vegna tillögu frá fundi borgarstjórnar og fjölmenningarráðs á kynningu á Frístundakorti á erlendum tungumálum.
Samþykkt.Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Sviðsstjóra og verkefnisstjóra frístundakortsins og er falið að gera áætlun að þýðingu á reglum um aðild að frístundakortinu.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju skýrsla um frístundastrætó sbr. fund 11. febrúar 2019 liður 6. Einnig lögð fram áætlun ÍBR vegna 2019.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Foreldrafélags Keiludeildar ÍR ódags. vegna aðstöðumála deildarinnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf ÍBR, dags. 29. mars 2019, ásamt ársskýrslu og samþykktum þings ÍBR.
- kl. 15:30 víkur Frímann Ari Ferndinandsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf ÍBR, dags. 26. janúar 2019, með ósk um stuðning Reykjavíkurborgar við ráðstefnuna: Eru íþróttir leikvangur ofbeldis? Vinna gegn því.
Erindinu er hafnað.Fylgigögn
-
Lögð fram ársskýrsla Stelpur rokka 2018.
Fylgigögn
-
Lögð fram ársskýrsla Ungmennafélagsins Fjölnis fyrir árið 2018.
Fylgigögn
-
Lögð fram ársskýrsla Skátasambands Reykjavíkur fyrir árið 2018.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi fyrirspurn um menningarframboð í hverfum:
Óskað er eftir sundurliðum á menningarframboði í borginni eftir hverfum. Hvað menningarstofnanir eru starfræktar í hverfum borgarinnar, hvert var menningarframboð í þeim árið 2018? Þá er óskað eftir samantekt á því hvernig Þá er óskað eftir sundurliðun á því hvernig dagskrá helstu hátíða borgarinnar dreifðist á hverfi borgarinnar á árinu 2018. Með helstu hátíðum er átt við hátíðir sem borgin skipuleggur, borgarhátíðir og hátíðir sem borgin hefur gert samstarfssamninga við.
-
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
Óskað er eftir samantekt á því hvar vinnurými listafólks á vegum grasrótarsamtaka er staðsett í borginni. Óskað er eftir sundurliðun eftir hverfum, stærð, hvort vinnurýmið sé í eigu Reykjavíkurborgar, eða hvort Reykjavíkurborg styrki rekstur húsnæðisins.
Fundi slitið klukkan 15:39
Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson
Sabine Leskopf