Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 17

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 8. apríl var haldinn 17. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Björn Gíslason, Örn Þórðarson og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á fjárhagsáætlunarferli hjá menningar- og ferðamálasviði og íþrótta- og tómstundasviði. RMF19040001

    -    Kl. 13.35 tekur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að fela sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs að gera tillögur að nýjum verklagsreglum um úthlutun styrkja og samstarfssamninga vegna menningarhluta borgarsjóðs. Í nýjum verklagsreglum skal gengið út frá eftirfarandi: 1. Sótt verði um styrki vegna borgarhátíða og aðra styrki úr menningarhluti borgarsjóðs á sama tíma. 2. Faghópur geri tillögur til menningar- íþrótta og tómstundarráðs um úthlutanir og samstarfssamninga. 3. Að ákveðið hlutfall styrkja megi vera bundið í samstarfssamningum til tveggja eða þriggja ára. 4. Sérstök áhersla verði á fjárfestingar vegna endurbóta á tónleikahúsnæði og öðru menningarhúsnæði til almenningsnota á næstu tveimur árum í gegnum tímabundinn úrbótasjóð. Sviðstjóri skal leggja tillögurnar fyrir MÍT eigi síðar en 27. maí 2019. RMF19030006

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi breytingatillögu:

    Samþykkt er að fela sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs að gera tillögur að nýjum verklagsreglum um úthlutun styrkja og samstarfssamninga vegna menningarhluta borgarsjóðs. Í nýjum verklagsreglum skal gengið út frá eftirfarandi: 1. Sótt verði um styrki vegna borgarhátíða og aðra styrki úr menningarhluti borgarsjóðs á sama tíma. 2. Faghópur geri tillögur um úthlutanir og samstarfssamninga. Jafnframt verði einn fulltrúi frá meirihluta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs  og einn fulltrúi frá minnihluta. 3. Að ákveðið hlutfall styrkja megi vera bundið í samstarfssamningum til tveggja eða þriggja ára. 4. Sérstök áhersla verði á fjárfestingar vegna endurbóta á tónleikahúsnæði og öðru menningarhúsnæði til almenningsnota á næstu tveimur árum í gegnum tímabundinn úrbótasjóð. 

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi breytingatillögu:

    Lagt er til að fela sviðstjóra menningar- og ferðamálasviðs að gera tillögur að nýjum verklagsreglum um úthlutun styrkja og samstarfssamninga vegna menningarhluta borgarsjóðs. Í nýjum verklagsreglum skal gengið út frá eftirfarandi: 1. Sótt verði um styrki vegna borgarhátíða og aðra styrki úr menningarhluti borgarsjóðs á sama tíma. 2. Faghópur geri tillögur til menningar- íþrótta og tómstundarráðs um úthlutanir og samstarfssamninga. Tekið verði sérstakt tillit til sérstöðu borgarhátíða. 3. Að ákveðið hlutfall styrkja megi vera bundið í samstarfssamningum til tveggja eða þriggja ára. 4. Sérstök áhersla verði á fjárfestingar vegna endurbóta á tónleikahúsnæði og öðru menningarhúsnæði til almenningsnota á næstu tveimur árum í gegnum tímabundinn úrbótasjóð. Sviðstjóri skal leggja tillögurnar fyrir MÍT eigi síðar en 27. maí 2019. RMF19030006

    Samþykkt með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn einu atkvæði fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Betur hefði farið að breytingartillaga Sjálfstæðisflokks og Miðflokks um að fulltrúar frá meirihluta og minnihluta fengju aðkomu að faghópi um tillögur að úthlutunum styrkja frá menningar- íþrótta- og tómstundaráði, hefði verið samþykkt, þar sem hún miðaði að því að kjörnir fulltrúar gætu rækt eftirlitshlutverk sitt varðandi útdeilingu styrkja úr borgarsjóði.  Ekki var með tillögunni vegið að sjálfstæði og hlutleysi faghóps sem skipað er af félögum listamanna heldur var tillögunni frekar ætlað að styðja við faglegt mat á listastarfi í borginni, en um leið að auðvelda kjörnum fulltrúum að rækja skyldubundið eftirlitshlutverk sitt, þegar farið er með almannafé.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar meirihluta telja núverandi fyrirkomulag faglegrar úthlutunar hafi gefist vel og telja ekki ástæðu til að breyta því. Ráðið uppfyllir eftirlitsskyldu sína þar sem niðurstöður faghópsins eru ávallt lagðar fyrir ráðið.

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um hugmyndir að borgarlistamanni Reykjavíkurborgar 2019. RMF19040002

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að skipan stjórnar hátíðahalda á 17. júní 2019. RMF19040009

    Samþykkt. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hvetja til þess að 17. júní hátíðarhöldum verði gert hátt undir höfði í ár, en talsvert hefur dregið úr vægi hátíðahaldanna síðari ár. Að hátíðarhöldin endurspegli þann sess sem dagurinn hafi í huga borgarbúa og landsmanna allra.

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að erindisbréfi vegna mótunar viðburðastefnu Reykjavíkurborgar. RMF17110005

    Samþykkt.

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning sviðsstjóra á viðbrögðum menningar- og ferðamálasviðs við aðstæðum í ferðaþjónustunni. RMF14110001

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 14:44

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf