Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 16

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 25. mars var haldinn 16. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, Huld Ingimarsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar á menningar- og ferðamálasviði, og Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á ársuppgjöri íþrótta- og tómstundasviðs 2018.

    Andrés B. Andreassen, fjármálastjóri íþrótta- og tómstundasviðs, og Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á ársuppgjöri menningar- og ferðamálasviðs 2018. RMF19010003

  3. Fram fer kynning á ferli og niðurstöðum í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð og næstu verkefni framundan í samkeppni um útilistaverk í Reykjavík. RMF18030004

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja áherslu á að raunhæfnimat og athugun á viðhalds- og rekstrarkostnaði verksins fari fram, líkt og samþykkt var í borgarstjórn sbr. 7 lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. febrúar sl. Eins væri hugsanlega æskilegt að Reykjavíkurborg skerpti á skilmálum í samningsmarkmiðum borgarinnar hvað varðar ráðstöfun þess fjármagns sem eyrnamerkt er listsköpun í almenningsrými, t.d. hvort því skuli almennt varið til kaupa á einu verki eða fleirum á hverju uppbyggingarsvæði.

    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samkeppni um listaverk í Vogabyggð er skilgetið afkvæmi einkaréttarlega samninga sem borgin gerði fyrir nokkrum árum við lóðahafa á svæðinu um uppbyggingu innviða. Samningarnir snerust meðal annars um kostnaðarþátttöku við gerð listaverka. Fyrir rúmu ári var sett af stað metnaðarfull alþjóðleg samkeppni um listaverk fyrir þetta nýja borgarhverfi. Þetta var tveggja þrepa samkeppni undir verkstjórn forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur og farið í einu og öllu eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Dómnefnd var skipuð myndlistarfólki að meirihluta. Fulltrúar meirihluta í MÍT fagna því hve myndlist er mikilsmetin í skipulagi og hönnun hins nýja Vogahverfis.

    Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram starfsáætlun menningar- og ferðamálasviðs fyrir árið 2019 og ársskýrsla 2018. Fram fer kynning sviðsstjóra, forstöðumanna stofnana menningar- og ferðamálasviðs og verkefnastjóra tónlistarborgar, bókmenntaborgar og viðburða. RMF18050003

    Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Guðbrandur Benediktsson, forstöðumaður Borgarsögusafns Reykjavíkur, Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður, María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar, Lára Aðalsteinsdóttir og Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjórar Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO og Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram minnisblað formanns ráðsins um umræðugrundvöll um viðmiðanir og fyrirkomulag styrkúthlutana vegna næsta árs og þar með borgarhátíða ásamt ýmsum fylgigögnum. RMF19030006
    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tilkynning mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem send var út 24. mars sl. vegna leiks Leiknis og Stjörnunnar.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:17

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf