Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 15

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 11. mars var haldinn 15. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:30. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttur, Björn Gíslason, Katrín Atladóttir, Baldur Borgþórsson og Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Andrés B Andreasen fjármálastjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs.
Fundarritari var Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundasviðs.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á rými og aðstöðu fyrir safnkost Listasafns Reykjavíkur. Einnig lagt fram minnisblað um leigusamning við Íslenska grafík

    Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. RMF 18060005

    -    Kl. 13:44 víkur Arna Schram af fundi.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 5. mars 2019, vegna nýrrar gjaldskrár sumarnámskeiða í Fjölskyldugarðinum.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 20. febrúar 2019, vegna tilnefningar Íþróttabandalags Reykjavíkur í stýrihóp vegna mótunar íþróttastefnu.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 7. mars 2019, ásamt erindisbréfi stýrihóps vegna mótunar íþróttastefnu.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu þjónustu og reksturs, dags. 20. febrúar 2019, vegna innleiðingar þjónustustefnu borgarinnar.

    Vísað til íþrótta- og tómstundasviðs til skoðunar.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

    Frímann Ari Ferndinandsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 14:54 víkur Ingvar Sverrisson af fundi.

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundasviðs um tillögu fulltrúa Flokks fólksins um útvíkkun á notkunarskilmálum Frístundakortsins.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi umsögn.

    Með hliðsjón af markmiðum frístundakortsins mælir menningar-, íþrótta- og tómstundaráð ekki með því að reglunum um notkun kortsins verði breytt þannig að hægt verði nýta það til að kaupa niðurgreidd sundkort fyrir börn. Fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundarráði leggja þó áherslu á að frístundakortið eigi að ná til eins fjölbreyttrar gerðar skipulagðrar frístundastarfsemi og kostur er og eru opnir fyrir ábendingum um leiðir til að tryggja að svo verði. Eigi hins vegar að nýta kortið til að greiða staka afþreyingu yrði rökrétt skref að slíkt myndi ekki einskorðast við niðurgreidda sundstaði á vegum borgarinnar, heldur myndi gilda einnig miða á skíðasvæði, söfn, leiksýningar, bíó og svo framvegis. Ekki er talið tímabært að stíga þau skref að svo stöddu, án frekari umræðu um markmið og hlutverk frístundakortsins.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram áætlun íþrótta- og tómstundasviðs um greiningar, framkvæmd og eftirlit kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.

    Samþykkt.

    Fylgigögn