Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 14

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 22. febrúar var haldinn 14. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 10.15. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason og Katrín Atladóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju yfirlit yfir áherslur og forgangsröðun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020. RMF18060004

    Samþykkt. 

    -    Kl. 10:17 taka Hjálmar Sveinsson og Baldur Borgþórsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagðir fram eftirfarandi samstarfssamningar: Myndhöggvarafélag Reykjavíkur 2019-2020, ASSITEJ á Íslandi 2019-2020, Múlinn - jazzklúbbur 2019-2020, Harbinger 2019-2020 og Reykjavík Dance Festival 2019-2020. RMF18120003

    Samþykkt. Samningunum vísað til borgarráðs til samþykktar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram yfirlit yfir alla samstarfssamninga í gildi á menningar- og ferðamálasviði. RMF19020012

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þakkar yfirferð yfir gildandi samstarfssamninga í menningarmálum. Í áherslum ráðsins liggur fyrir vilji til að standa vörð um og efla styrktarsjóði, sem úthlutað er úr í samræmi við ráðleggingar faghóps. Þá er nauðsynlegt að huga að framtíðar fyrirkomulagi borgarhátíða nú, þegar gildandi samstarfsamningar við þær renna út í árslok 2019. Vegna styrkbeiðna sem kunna að berast ráðinu eða sviðinu áréttar menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þá meginreglu að styrkumsóknir eiga berast borgarsjóði fyrir 1. október ár hvert og eru í kjölfarið teknar fyrir af ráðgefandi faghópi um styrkveitingar. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð telur almennt ekki heppilegt að ráðið fjalli um einstaka styrkumsóknir sem berast ráðinu utan þess tíma.

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um verkefnastjórn 17. júní, hlutverk hennar og skipan. RMF19020009

        Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:56 víkur Hjálmar Sveinsson af fundinum.

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs:

    Ákveðið er að aflétta fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavik Fashion Festival, sbr. fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. janúar 2019. Styrkveiting vegna ársins 2019 er skilyrt við endurgreiðslu styrksins frá 2018 og þá verður styrkur ársins 2019 ekki greiddur fyrr en að hátíð lokinni.

    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 11:18

Pawel Bartoszek Sabine Leskopf