No translated content text
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2019, mánudaginn 11. febrúar var haldinn 13. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 13:30. Viðstödd voru: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Líf Magneudóttir varamaður fyrir Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, Örn Þórðarson varamaður fyrir Björn Gíslason, Egill Þór Jónsson varamaður fyrir Katrínu Atladóttur, Baldur Borgþórsson og Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Andrés B Andreasen fjármálastjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, og Inga María Leifsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði.
Fundarritari var Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri hjá íþrótta- og tómstundasviði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um skipan fulltrúa í stjórn Kjarvalsstofu í París 2019-2021. Samþykkt að leggja til við borgarráð að af hálfu Reykjavíkurborgar sitji Hjálmar Sveinsson og Katrín Atladóttir í stjórn Kjarvalsstofu á tímabilinu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið tilnefnir einn fulltrúa. RMF19020004
Fylgigögn
-
Lagðir fram minnispunktar, til kynningar, frá vinnudegi ráðsins, áherslur og forgangsröðun vegna vinnu við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020.
Frestað.- Kl. 13:40 víkja Arna Schram og Inga María Leifsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 7. janúar 2019, vegna samnings við Knattspyrnufélagið Þrótt vegna ReyCup 2019-2021, sbr. 5. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. janúar 2019.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. janúar 2019, vegna samnings við KFUM og KFUK vegna ársins 2019.
Samþykkt að fela sviðstjóra íþrótta- og tómstundasviðs að ganga frá samningi við KFUM og KFUK.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í menningar-, og íþrótta- og tómstundaráði hvetja til að skoðað verði hvort ástæða sé til að samningar við félagasamtök sem sinna æskulýðsstarfi í samstarfi við borgina, séu gerðir til lengri tíma en eins árs í senn. Slíkt myndi styðja við aukinn stöðugleika í mikilvægu starfi félagasamtakanna. Fjölmörg félög hafa um langt árabil sannað mikilvægi sitt í æskulýðsstarfi í borginni og aukið fjölbreytileika í framboði á valkostum fyrir tómstundir barna og ungmenna. Með lengri samningum, en samningum til eins árs geta þessi félög horft lengra fram veginn og styrkt þannig starf sitt með börnum og ungu fólki í borginni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjónar, dags. 21. jan. 2019, vegna samþykktar borgarstjórnar um vinnu í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjavíkur, varðandi framtíðarstefnumótun í íþróttum í Reykjavík.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að stofna stýrihóp vegna mótunar íþróttastefnu til ársins 2030, í samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá 15. janúar 2019. Í stýrihópnum skuli starfa þrír fulltrúar tilnefndir af menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Með hópnum skulu starfa 2 starfsmenn af íþrótta- og tómstundarsviði og tveir fulltrúar tilnefndir af Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Huga skal að jöfnum kynjahlutföllum við skipan hópsins. Jafnframt er óskað eftir tilnefningum frá Íþróttabandalag Reykjavíkur til að starfa með stýrihópnum. Sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs er falið að ganga frá erindisbréfi fyrir stýrihópinn.
Samþykkt.
Samþykkt að Katrín Atladóttir, Hjálmar Sveinsson og Pawell Bartoszek verði fulltrúar menningar- og íþrótta- og tómstundaráðs í hópnum.Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla starfshóps um frístundaakstur, dags. 8. janúar 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Golfklúbbsins Brautarholts, dags. 15. janúar 2019, með ósk um styrk.
Vísað til umsagnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 18. janúar 2019, vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu uppbyggingu skíðamála höfuðborgarsvæðisins samkvæmt samningi frá 7. maí 2018, sbr. 13. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. janúar 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 9. nóvember 2018 þar sem tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi gjaldtöku í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, sbr. 8. lið fundargerðar menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. janúar 2019.
Samþykkt að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar.Fulltrúar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs leggja fram svohljóðandi bókun:
Framlagðir útreikningar sýna að mögulegt ætti að vera að hækka viðmiðunarmörk aðgangseyris upp í 6 ár, líkt og tillagan mælir fyrir um, og fjármagna það með gjaldskrárbreytingum, viðbótarframlagi, eða blöndu af hvoru tveggja. Fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði vilja að slíkt sé skoðað með opnum huga í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 eða strax í vor.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra fjármálaskrifstofu dags. 17. janúar 2019, með tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar 2020-2024.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 18. janúar 2019, vegna gervigrassvæðis félagsins.
Vísað til umsagnar umhverfis og skipulagssviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 25. janúar 2019, vegna nýrrar gjaldskrár Hins Hússins.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur, dags. 1. febrúar 2019 vegna norræns grunnskólamóts í Reykjavík í maí 2020.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. júní 2019, varðandi tillögur starfshóps um kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á áætlun íþrótta- og tómstundasviðs um framkvæmd kynjaðrar fjárhagsáætlunar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skýrslu um greiningu á aðsókn í Fjölskyldugarðinn með aðferð kynjaðrar fjárhagsáætlunar.
Sigrún Thorlacíus úr Fjölskyldugarðinum tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn