Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 115

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2024, föstudaginn 14. júní var haldinn 115. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon, Stefán Pálsson og Anna Eyjólfsdóttir varaáheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, Andrés B Andreasen og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á söluferli á eign Reykjavíkurborgar að Rafstöðvarvegi 4, Toppstöðinni, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 6. júní 2024. FAS24050035

    Óli J. Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráð samþykkti árið 2016 stefnu um þróun Elliðaárdals undir heitinu „Sjálfbær Elliðaárdalur“. Þar var horfið frá hugmyndum um niðurrif hússins og þess í stað lagt til að leitað yrði eftir samstarfsaðilum að Toppstöðinni. Undanfarin ár hefur verið auglýst eftir samstarfsaðila um þróun og uppbyggingu Toppstöðvarinnar undir jaðaríþróttir og hafa verið viðræður í gangi við áhugasama aðila sem ekki hafa skilað niðurstöðu. Því þótti rétt að setja Toppstöðina á sölu en framtíðaráform væntanlegra kaupenda verða tekin inn í lokamat þegar ákvörðun verður tekin um hvort og hverjum eigi að selja húsið. Því er ekki útséð með að húsið geti nýst undir jaðaríþróttir í einhverri mynd. Við teljum nauðsynlegt að vakta áfram húsnæðismál jaðaríþrótta og tryggja þeim blómlega framtíð í borginni, óháð því hver niðurstaðan verður með söluferli Toppstöðvarinnar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á hringrásarverkefninu í Gerðubergi. MIR24060007

    Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Barbara H Guðnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. MIR24060008

    Atli Steinn Árnason og Sigrún Thorlacíus taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:20 víkur Anna Eyjólfsdóttir af fundi.
    -    Kl. 10:20 tekur Andrés B Andreasen sæti á fundinum.

  4. Fram fara umræður um fjárhagsáætlun 2025. MIR24050007

  5. Fram fara umræður um fjármál íþróttafélaga.

    Ómar Einarsson og Ingvar Sverrisson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  6. Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 12. júní 2024. MIR24060010

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur til við borgarráð að gjaldskrá sundlauga Reykjavíkurborgar verði breytt með það að meginmarkmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafa notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp sérstakt árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildi þremur stökum ferðum fullorðinna í sund eða kr. 4.000.- samkvæmt núverandi gjaldskrá. Gestir sem orðnir eru 67 ára og eldri greiði stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn eldri borgarar verði tekinn úr gjaldskránni. Öryrkjar fái áfram frían aðgang að sundlaugum borgarinnar gegn framvísun öryrkjakorts. Breytingin taki gildi frá 1. ágúst 2024.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Eldri borgarar hafa lengi haft frían aðgang að sundlaugum Reykjavíkur Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga um að hefja gjaldtöku af þessum hópi verði kynnt Félagi eldri borgara í Reykjavík og Samtökum aldraðra og þeim gefinn kostur á að skila umsögn um fyrirhugaða breytingu áður en hún verður tekin til endanlegrar afgreiðslu. 

    Málsmeðferðartillagan er samþykkt.
    Tillaga sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs er send öldungaráði til umsagnar. Veittur verði 10 daga umsagnarfrestur.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um íþróttafulltrúa hjá Leikni sbr. 6. liður 112. fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. MIR24060009
    Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 10. júní 2024 varðandi Leikni.
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:35

Skúli Helgason Sabine Leskopf

Kristinn Jón Ólafsson Pawel Bartoszek

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Kjartan Magnússon

Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar-, íþrótta og tómstundaráðs frá 14.6.2024 - Prentvæn útgáfa