Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 109

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2024, föstudaginn 8. mars var haldinn 109. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Birkir Ingibjartsson varamaður fyrir Sabine Leskopf, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir varamaður fyrir Pawel Bartoszek, Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon og Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR.  Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Helga Friðriksdóttir, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Steinþór Einarsson,  Alberta Albertsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tillaga styrkjahóps menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs vegna íþrótta- og æskulýðsmála.

    Samþykkt.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svofellda bókun:

    Íþróttastyrkir menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs eru mikilvægir til að efla skapandi og fjölbreytta íþrótta- og æskulýðsmenningu borgarinnar. Styrkjahópur MÍT leggur fram tillögu um að 13 umsóknir af þeim 22 sem sóttu um hljóti styrk, 8 fyrir sín verkefni árið 2024 fyrir tæpar 3,5 m.kr. og 5 til viðbótar hljóti 2 ára samning samtals að fjárhæð 9,8 m.kr. Hlökkum við til að sjá afrakstur vinnu styrkhafa við að fræða og auðga líkamlega, andlega og félagslega heilsu borgarbúa á öllum aldri. Styrkjahópnum er þakkað kærlega fyrir vel unnin störf sem einkennst hafa af fagmennsku og vandvirkni.

    • kl. 09:08 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.
  2. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 6. mars ásamt drögum að samningum við félög og samtök til tveggja og þriggja ára.  MIR24030002 

    Samþykkt og vísað til borgarráðs. 

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.

    Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Viðreisn víkur af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið. 

     

    -      kl. 09:17 tekur Stefán Pálsson sæti á fundinum.

    -      kl. 09:20 tekur Erling Jóhannesson sæti á fundinum. 

  3. Fram fer kynning á MÍR kortinu, en heimild var veitt í borgarráði 7. mars 2024 til að hefja frumathugun vegna tækni og tengingar starfrænnar kortalausna fyrir þjónustur menningar- og íþróttasviðs.  ÞON23120025

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svofellda bókun:

    Stafræn umbreyting er í fullum gangi á menningar- og íþróttasviði og hefur m.a. gegnt ríku hlutverki varðandi bætta vinnslu og framsetningu gagna sem þegar hefur sannað gildi sitt með margvíslegum hætti nú síðast við undirbúning ákvörðunar ráðsins um þjónustuaukningu sundlauga á rauðum dögum. Í undirbúningi er að bjóða upp á rafrænt kort sem myndi leysa af hólmi fjögur plastkort: sundkort, menningarkort, kort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og safnakort. Það myndi skila sér í miklu hagræði fyrir borgarbúa og spara bæði fjármuni og vinnu starfsfólks, auk þess að draga úr plastnotkun en núna eru 80 þúsund plastkort í umferð sem heyra þá vonandi sögunni til. Forathugun á slíkri lausn er framundan en vonir standa til að ákvörðun um kaup á slíkri tæknilausn geti legið fyrir síðar á árinu.

     Lára Aðalsteinsdóttir stafrænn fulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    -      kl. 09:50 véku Helga Friðriksdóttir og Ingvar Sverrisson af fundinum.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarborgar dags. 5. mars 2024 varðandi tillögu stjórnar Kjarvalsstofu um úthlutun dvalar í Kjarvalsstofu í París tímabilið maí 2024 – apríl 2025. MIR24020002

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 5. mars 2024 um skipan þriggja sérfræðinga í ráðgefandi faghóp vegna úthlutunar styrkja til myndríkrar miðlunar. MIR24030001

    Samþykkt.

     

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar formanns samstarfsnefndar skíðasvæðanna dags. 5. mars 2024 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gjaldtöku á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins á fundi borgarráðs 11. janúar 2024. MSS24010111

    Fylgigögn

  7. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svofellda tillögu:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að sem fyrst verði ráðist í nauðsynlegt viðhald og endurbætur á íþróttahúsinu á Kjalarnesi. Skipta þarf um gólfefni sem fyrst og leggja þar parket. Þá er æskilegt að nýtt þak verði sett á húsið. Einnig þarf að hrinda í framkvæmd tillögu Ungmennafélags Kjalnesinga um litla viðbyggingu við íþróttahúsið fyrir áhalda- og tækjageymslu, sem myndi stórbæta möguleika á nýtingu hússins í þágu íþróttastarfs og -kennslu.

    Frestað.

Fundi slitið kl. 10:10

Skúli Helgason Stefán Pálsson

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Birkir Ingibjartsson

Kjartan Magnússon Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. mars 2024