Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 106

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2024, föstudaginn 26. janúar var haldinn 106. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:35. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf og Stefán Pálsson.  Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. janúar 2024 þar sem fram kemur að samþykkt tillaga borgarstjóra dags. 9. janúar 2024 um að skýrsla um félagslegt landslag í Reykjavík verði send til umfjöllunar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.

    Fram fer kynning á skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík. MSS22020030

    Kolbeinn H. Stefánsson dósent við félagsráðgjafadeild HÍ tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Að jafna aðgang og möguleika til þátttöku í öflugu menningar- og íþróttastarfi í Reykjavík er lykilhlutverk menningar- íþrótta og tómstundaráðs. Þessi skýrsla gefur mikilvæga innsýn í aðstæður borgarbúa til að tryggja aðgengi fyrir fjölbreytta hópa óháð efnahag, uppruna eða öðrum lýðfræðilegum þáttum, með sérstaka áherslu á þátttöku og virkni barna og ungmenna í skipulögðu frístundastarfi.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram úttekt Huldar Ingimarsdóttur á rekstri leikhússins Tjarnarbíós desember 2023 og janúar 2024.

    María Rut Reynisdóttir fráfarandi skrifstofustjóri menningarborgar situr fundinn undir þessum lið. 

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsyfirlýsing borgarinnar og menningarmálaráðuneytis frá því í fyrra kvað m.a. á um að láta vinna úttekt á rekstri Tjarnarbíós og kortleggja leiðir til úrbóta. Sú úttekt liggur nú fyrir og er þar að finna tillögur um leiðir til að styrkja rekstrargrundvöllinn, s.s. varðandi tækniaðstöðu, húsnæðisaðstöðu, breyttri skráningu Menningarfélags Tjarnarbíós til að auðvelda tekjuöflun þess o.s.frv. Skýrslan er sú fyrri af tveimur sem unnin er í samvinnu borgar og ráðuneytis en hin er þarfagreining á aðstöðumálum sviðslista í víðara samhengi þar sem höfuðborgarsvæðið er undir. Sú skýrsla er væntanlega innan fárra mánaða og verða í kjölfarið ákveðin næstu skref. Meirihlutinn telur jafnframt nauðsynlegt að rýna betur ólíka valkosti í rekstri og framtíðaruppbyggingu með tilliti til rekstrarhæfis og þarfa sviðslista áður en næstu ákvarðanir eru teknar.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um Þjóðarhöll.

    Ómar Einarsson fulltrúi í stjórn Þjóðarhallar tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

     

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þjóðarhöllinni fylgir bylting fyrir börnin í Laugardalnum. Skýr ákvæði um æfinga- og skólatíma í Þjóðarhöllinni og Laugardalshöllinni tryggja stöðugleika í íþrótta- og skólastarfi fyrir börn og ungmenni í Laugardalnum í samræmi við önnur hverfi. Mikilvægt er að hið nýja og gagnsæa bókunarkerfi fyrir hallirnar í hverfinu, sé einnig innleitt fyrir önnur íþróttahús á vegum Reykjavíkurborgar. Þannig á bókunarstaðan að geta veitt samanburð á fjölda æfinga á milli m.a. hverfa, íþróttagreina, aldurs og íþróttafélaga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur lykiláherslu á að börn og ungmenni verði sett í fyrsta sætið í Laugardalnum með tilkomu nýrrar Þjóðarhallar.

     

    • kl. 10:51 tekur Frímann Ari Ferdinandsson sæti á fundinum.
  4. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 24. janúar 2024 vegna þátttöku sveitarfélaga vegna vinnu við tilnefningu sundlaugarmenningar á skrá UNESCO – Sundlaugarnar í Reykjavík.  MSS23120022

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju tillaga faghóps um styrkveitingar um styrki ráðsins á sviði menningarmála fyrir árið 2024 sem samþykkt var á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 15. desember 2024, ásamt greinargerð faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar dags. 12. desember 2024.  Í faghópnum sátu:  Arndís Þórarinsdóttir, Ástþór Helgason, Elvar Bragi Kristjónsson, Freyja Eilíf Helgudóttir og Víkingur Kristjánsson. Trúnaður ríkti um tillöguna fram að úthlutun styrkjanna sem fram fór 25. janúar 2024. 

     

    SAMSTARFSSAMNINGAR 2024-2026

     

    4.000.000        Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík

    3.000.000        Jazzhátíð Reykjavíkur

    2.000.000        Starfssemi Hringleiks 2024

    SAMSTARFSSAMNINGAR 2024-2025

    2.000.000        List án landamæra listahátíð

    2.000.000        RVK Fringe Festival 2024

    2.000.000        Starf kammerhópsins Nordic Affect

    LISTHÓPUR REYKJAVÍKUR 2024

    2.500.000        Sviðslistahópurinn Óður – Póst-Jón

    STYRKIR 2024

    2.500.000        Kammersveit Reykjavíkur

    2.500.000        Caput-hópurinn

     

    2.000.000        42. starfsár Listvinafélagsins í Reykjavík

    2.000.000        UNGI - EGGIÐ 2024 - Alþjóðleg sviðslistasamtök fyrir unga áhorfendur.

     

    1.500.000        DesignTalks 2024

     

    1.200.000        Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

    1.200.000        Á milli - sýningarrými

    1.200.000        TORG Listamessa 2024

    1.200.000        Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu

    1.200.000        Ungmennadanshópurinn Forward

     

    1.000.000        „ÉG DREPST ÞAR SEM MÉR SÝNIST“ - Bænaskrá Gísla Rúnars

    1.000.000        15:15 tónleikasyrpan

    1.000.000        Allt er fertugum fært - leikfélagið Hugleikur

    1.000.000        Arctic space - sýningarrými

    1.000.000        Associate Gallery - sýningarrými

    1.000.000        Extreme Chill Festival 2024

    1.000.000        Fyrirbæri múltí komplex listamannarekið rými

    1.000.000        Hreyfimyndahátíð Reykjavíkur - PHYSICAL CINEMA FESTIVAL

    1.000.000        Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2024

    1.000.000        Tónleikar Camerarctica 2024

    1.000.000        Umbúkk. Listamannarekið bókverka- og viðburðarými.

     

    800.000           ErkiTíð 2024 – kynslóðir - í 30 ár

    800.000           Hetjusögur

    800.000           Hæ/Hi Designing friendship 2024

    800.000           Korda samfónía

    800.000           Ljósmyndahátíð Íslands

    800.000           Óður til móður - sviðsverk

    800.000           Pierrot lunaire og Kall – tónleikar í Norðurljósum

    800.000           Reykjavík Early Music Festival

    800.000           Seigla – kammertónlistarhátíð

    800.000           Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, æfingar og tónleikar 2024

    800.000           Slökkvistöðin - sýningarrými

    800.000           Starfsemi Cantoque Ensemble 2024 

    800.000           Tískusýning í Elliðaárstöð – Magnea og Anita Hirlekar

    800.000           Tóma Rýmið – æfingarými fyrir sviðslistir

    800.000           Undraheimur Rofafjarðar - leiksýning

    800.000           Velkomin heim - tónleikaröð

    800.000           VENUS - dansverk

    800.000           Willfullness of a thing - almenningsgarður

    800.000           Það er ekkert til sem heitir þögn - sviðsverk

     

    600.000           _JÚLÍ24_ - vinnustofuverkefni á Dansverkstæðinu

    600.000           Dans Afríka Barakan Festival Iceland 2024

    600.000           FAR Fest Afríka Reykjavík 2024

    600.000           Flutningur tónverksins Passíu eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur

    600.000           Gallerí Undirgöng

    600.000           Leikhópurinn Perlan – Goðsögur – Loki Laufeyjarson

    600.000           Gunnar Kvaran - tónleikaþrenna

    600.000           Hin stórkostlegu endalok- ÉG BÝÐ MIG FRAM 5 - sviðsverk

    600.000           HULINN HEIMUR ÍSLENSKA MAURSINS – viðburður fyrir börn á Hönnunarmars

    600.000           Lúðrasveit Reykjavíkur

    600.000           Lúðrasveitin Svanur

    600.000           Lúðrasveit verkalýðsins

    600.000           Lyktsynf - hönnunarverkefni

    600.000           Raflost 2024 - tilraunalistahátíð

    600.000           Reykjavik Art Book Fair

    600.000           Sírenur – dans, tónlist og myndlist í Ásmundarsal

    600.000           Skapalón – leiðsagnir um hönnun fyrir ungmenni

    600.000           Upptakturinn 2024 -  tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

    600.000           Þrjátíu ára afmæli kvennakórsins Vox feminae

    600.000           Þrjú ný og ólík verk fyrir raddir - upptökur og tónleikar – Schola Cantorum

     

    500.000           Áfall - söngleikur

    500.000           Icecon '24 - Furðusagnahátíð

    500.000           Komum hér - sviðsverk

    500.000           Píanókvartettinn Negla á Sígildum sunnudögum í Hörpu

    500.000           Vetur, vor, sumar, haust 2024 – Glerhúsið sýningarrými

     

    400.000           Á milli mála: fingur og fjaðrir – sýning á Hönnunarmars

    400.000           Florest – þrívíddaprentari á Hönnunarmars

    400.000           Jazz í Djúpinu

    400.000           Jóhannesarpassían - 300 ára afmæli verksins

    400.000           LEIR - sviðsverk

    400.000           Maxímús Músíkus sögustundir í Hörpu

    400.000           Menningardagskrár í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar yfir vetrartímann

    400.000           Mozart tónleikar á fæðingardegi tónskáldsins

    400.000           Útgáfa tímaritsins Börn og menning 2024

    400.000           Veður (Milli himins og jarðar)

     

    300.000           Dansari á víðavangi

    300.000           Hellirinn Metalfest

    300.000           Listamarkaður Q - félags hinsegin stúdenta

    300.000           ReykjaDoom Fest 2024

    300.000           Stabat Mater eftir Dvořák - Söngsveitin Fílharmónía

     

    200.000           „1920s danskvöld“ í forstofunni í Bíó Paradís

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um byggingu hálfs knatthúss á félagssvæði Knattspyrnufélagsins Fram sbr. 102. fund menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. desember 2023 liður 9.

    Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.  Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

    Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ítarleg vinna við forgangsröðun íþróttamannvirkja fór fram á seinasta kjörtímabili og lauk árið 2020. Niðurstaðan var sameiginleg niðurstaða ÍBR og Reykjavíkurborgar og er unnið eftir henni. Bygging hálfs knatthúss á félagssvæði Fram er ein af hugmyndunum á þeim forgangslista og er unnið að útfærslu hennar í samráði borgarinnar og félagsins. Tillögur um einstaka framkvæmdir verða ekki teknar fram fyrir röðina enda var víðtæk sátt um þessa forgangsröðun í borgarstjórn og innan íþróttahreyfingarinnar í borginni.

     

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar felli tillögu um að hafinn verði undirbúningur að byggingu knatthúss ásamt áhaldahúsi á félagssvæði Knattspyrnufélagsins Fram, sem þjónar íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdals. Skýrt er kveðið á um byggingu umrædds mannvirkis í samningi milli Fram og Reykjavíkurborgar frá árinu 2017. Samkvæmt framkvæmdaáætlun með samningnum var ráðgert að mannvirkið yrði byggt á árunum 2019-2020. Tímabært er orðið að Reykjavíkurborg standi við samninginn að þessu leyti gagnvart Fram og íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdal.

     

    Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Vinstri grænna minnir á að samkomulagið um flutning Knattspyrnufélagsins Fram upp í Úlfarsárdal var gert að frumkvæði Reykjavíkurborgar og hefur verið borginni mjög hagstætt. Mikill dráttur á framkvæmd þessara flutninga, af ýmsum ástæðum, reyndust félaginu og íbúum hverfisins erfiður. Mikilvægt er að sem fyrst verði unnt að ljúka þeirri uppbyggingu sem ákveðin var með hálfu knatthúsi og ætti borgin sem allra fyrst að gefa skýr fyrirheit með nákvæmri tímaáætlun um hvenær unnt verður að ráðast í þær framkvæmdir.

  7. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurnýjun á gervigrasi á æfingavelli Knattspyrnufélagsins Fram sbr. 102. fund menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. desember 2023 liður 10.

     Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.   Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá. 

    Fulltrúar meirihluta Samfylkinar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svofellda bókun:

    Endurnýjun á gervigrasi á æfingavelli Fram er á verkefnalista ársins 2024 eins og kemur fram á meðfylgjandi lista yfir viðhaldsverkefni ársins sem birt er í fundargögnum. Eins og nærri má geta er ekki þörf á því að samþykkja tillögur um verkefni sem þegar eru á listanum og er henni því vísað frá.

     

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að fyrirhugað sé að endurnýja gervigras á æfingavelli Knattspyrnufélags Fram í Úlfarsárdal samkvæmt minnisblaði, sem lagt var fram á fundinum. Gangi það eftir, mun tillaga Sjálfstæðisflokksins um málið frá 8. desember sl. komast til framkvæmdar á árinu, sem er ánægjulegt

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðsræðisskrifstofu dags. 12. janúar 2024 ásamt bókun öldungaráðs á fundi ráðsins 10. janúar 2024 vegna gjaldskrár fyrir 67 ára á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar formanns samstarfsnefndar skíðasvæðanna dags. 24. janúar 2024 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gjaldtöku á skíðasvæðum á 104.  fundi menningar, íþrótta- og tómstundaráðs 5. janúar 2024 liður 2.    MIR24010002.

     

    • kl. 11:45 víkur Sabine Leskopf af fundi.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:46

Skúli Helgason Pawel Bartoszek

Kristinn Jón Ólafsson Kjartan Magnússon

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. janúar 2024