Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 101

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2023, föstudaginn 24. nóvember var haldinn 101. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:37. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kjartan Magnússon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek og Erlingur Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Sabine Leskopf tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, María Rut Reynisdóttir og Helga Björnsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Bíó Paradís.

    Hrönn Sveinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    kl. 09:55 tekur Stefán Pálsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  2. Fram fer kynning á Stelpur Rokka.

    Ester Þorvaldsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lögð fram að nýju greinargerð starfshóps um Framtíðarsýn um Viðey frá 2021.

    Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs um Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum, dags. 23. nóvember 2023: MIR23110014:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur til við borgarráð að stofnaður verði stefnumótunarhópur fyrir Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi. Hlutverk hópsins verði að móta tillögur að nýrri listamiðstöð í gamla mjólkurbúinu á Korpúlfsstöðum og móta tillögur um framtíð Golfklúbbs Reykjavíkur á svæðinu vegna reksturs golfvallar á jörð Korpúlfsstaða. Hópurinn vinni tillögur sínar í samstarfi við hagsmunaaðila. Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) Samtök íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), Golfklúbb Reykjavíkur (GR) og íbúasamtök Grafarvogs. 

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
     
    Korpúlfsstaðir eru sögufrægt mannvirki í borgarlandinu og áhugavert tákn um sambýli menningar og íþrótta.  Hugmynd um listamiðstöð á Korpúlsstöðum hefur verið rædd og með skipan þessa starfshóps er stefnumótun þar um sett í skýran farveg.  Hópnum verður jafnframt falið að móta tillögur um framtíð Golfklúbbs Reykjavíkur á svæðinu en hann hefur rekið Korpúlsstaðavöll þar undanfarna áratugi.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um heiti á ensku og merki fyrir borgarlistamann og Listhóp Reykjavíkur. 

  6. Lagt til að Kristinn Jón Ólafsson, Sabine Leskopf og Friðjón R Friðjónsson taki sæti í styrkjahóp vegna íþrótta- og æskulýðsmála.  MIR2311009
    Samþykkt.

    -    kl. 11:40 víkur Erling Jóhannesson af fundi.

  7. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á reglum um frístundakort, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. október 2023. MSS2310044
    Tillagan er felld með 5 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reglur um frístundakort voru endurskoðaðar fyrir 3 árum. Með samningum við Móðurmál ætti ekki lengur að vera þörf fyrir íbúa að nýta frístundakort fyrir móðurmálsnám. Hugmyndin með kortinu er að efla frístundaþátttöku allra barna og aðgerðir sem auka möguleikann á að færa styrkinn milli einstaklinga vinna gegn þeirri hugmyndafræði."

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins um nafn á nýju sviði, sbr. 10. lið fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. október 2023. MIR23110008.
    Tillagan er felld með 5 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.  

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Menningar- og íþróttasvið er brátt að ljúka sínu fyrsta starfsári eftir sameiningu um síðustu áramót.  Mikil og góð vinna hefur átt sér stað við undirbúning og innleiðingu sameiningarinnar og metnaður sviðsins er að auka gæði, skilvirkni og árangur með sameiningu þessara mikilvægu fagsviða sem eiga að hlúa að fjölbreyttu menningar-íþrótta - og tómstundastarfi með áherslu á sköpun,menningarlæsi og heilsueflingu ekki síst barna og ungmenna.  Það er stefna sviðsins og  ráðsins að gæta vel að jafnvægi milli menningar- og íþrótta í starfsemi sinni og tekur nafngift sviðsins mið af nafni fagráðsins sem hefur heitið menningar-,íþrótta- og tómstundaráð frá árinu 2018.  Ekki hefur verið fylgt þeirri reglu nema síður sé að stafrófsröð ráði nafngiftum sameinaðra sviða Reykjavíkurborgar, sbr. skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið.  Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár.."

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er rétt, sem fram kemur í bókun meirihlutans að stafrófsröð hefur í mörgum tilvikum ekki ráðið nafngiftum ráða. Ástæðan er sú að þegar umræddar nafngiftir voru ákveðnar á sínum tíma, voru teknar pólitískar ákvarðanir um hvort heitið ætti að vera á undan miðað við vægi viðkomandi málaflokka. Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra.

  9. Lagt fram svar sviðsstjóra dags. 15. nóvember 2023 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjármögnunarsamninga íþróttahúsa, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. nóvember 2023. MSS23110060  

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að ráðist verði í lagningu gervigrasvallar á svæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel. Séð verði til þess að völlurinn standist kröfur Knattspyrnusambands Íslands um keppnisvelli svo tryggt verði að ÍR geti leikið heimaleiki sína á eigin félagssvæði.

    Frestað.

Fundi slitið kl. 12:00

Skúli Helgason Pawel Bartoszek

Sabine Leskopf Kristinn Jón Ólafsson

Kjartan Magnússon Stefán Pálsson

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð 24.11.2023 - Prentvænt útgáfa