Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 100

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2023, föstudaginn 10. nóvember var haldinn 100. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:35. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Birkir Ingibjartsson varamaður fyrir Sabine Leskopf, Kjartan Magnússon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, og Stefán Pálsson.    Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, María Rut Reynisdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á Kling og Bang gallerí.

  Erling Klingenberg, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Elísabet Brynhildardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

 2. Fram fer kynning á Nýlistasafninu – Nýló.

  Sunna Ástþórsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

 3.  

  Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  - kl. 10:50 tekur Frímann Ari Ferdinandsson sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram minnisblað borgarhönnuðar dags. 18. október 2023 um Haftengda upplifun ásamt tillögu um forgangsröðun verkefna til næstu ára.  USK22090017.

  Ráðið gerir ekki athugasemdir við forgangsröðina og vísar erindinu til meðferðar skrifstofustjóra stjórnsýslu hjá menningar- og íþóttasviði. 

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf ÍBR dags. 2. október 2023 varðandi viðburði í Laugardalshöll. MIR23110002.

  Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Meirihlutinn þakkar erindi ÍBR. Meirihlutinn tekur undir að skoða megi að færa ýmsa íþróttaviðburði sem ekki þurfa nauðsynlega að vera í Laugardalshöll á aðra staði til að minnka þar rask sem viðburðarhaldið hefur á íþróttastarf barna í Laugardal. Jafnframt er ítrekað að uppbygging þjóðarhallar skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að tryggja að Laugardalur gegni áfram lykilhlutverki sem hjarta í íþróttalífi landsins alls.

  Fylgigögn

 6. Tilnefning í styrkjahóp vegna íþrótta- og æskulýðsmála.  MIR2311009

  Frestað.

  • kl. 11:48 víkja Kjartan Magnússon og Ragnhildur Alda Vilhjámsdóttir af fundi.
 7. Rætt um tilnefningar vegna Íþróttafólks Reykjavíkur.

  Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hvetur stjórn ÍBR til þess að taka reglugerð um viðurkenningar fyrir góðan árangur íþróttafólks í Reykjavík til endurskoðunar með því markmiði að opna fyrir tilnefningu kynsegin fólks. Samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar skal ekki ganga út frá því að allt fólk sé gagnkynhneigt og sís-kynja. Okkur ber að virða og viðurkenna fjölbreytileikann og gera ráð fyrir honum. Leggjum við því til að komið verði á fót viðurkenningu fyrir íþróttakvár Reykjavíkur og haft verði samráð við hagaðila eins og Samtökin 78 við endurgerð nýrra reglna. 

 8. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins um nafn á nýju sviði sbr. 10. liður fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. október 2023. MIR23110008.

   Frestað.

 9. Lagt fram svar sviðsstjóra dags. 26. október 2023 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lagningu gönguskíðabrauta sbr. fundargerð borgarráðs frá 21. september 2023– MSS23090122

  Fylgigögn

 10. Lagt fram svar sviðsstjóra dags. 7. nóvember 2023 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við borgarhátíðir sbr. 9. liður fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs  frá 13. október 2023– MIR23110006.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram svar sviðsstjóra dags. 27. október 2023 við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um frístundakort  sbr. fundargerð borgarráðs 12. október 2023. – MSS2310084

  Fylgigögn

 12. Lagt fram svar deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Flokks fólksins um fjölda skráðra hunda sbr. fundargerð borgarráðs frá 21. september 2023. - MSS23090128

  Fylgigögn

 13. Lagt fram svar sviðsstjóra dags. 8. nóvember 2023 við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um Sportabler og frístundastyrki sbr. fundargerð borgarráðs frá 2. september 2023.– MSS23110014

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:05.

Skúli Helgason Pawel Bartoszek

Birkir Ingibjartsson Kristinn Jón Ólafsson

Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. nóvember 2023