Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 10

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2019, mánudaginn 14. janúar, var haldinn 10. fundur Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Fundurinn var haldinn í Borgarráðsherbergi og hófst klukkan 14:46. Viðstödd voru . Fundarritari:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram starfsáætlun ráðsins janúar-júní 2019.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um vinnufund ráðsins 1. febrúar 2019.

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. nóvember 2018, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 6. nóvember 2018 hafi samþykkt fyrir menningar-, íþrótta- og tómstundaráð verið samþykkt.

    -    Kl. 13:48 víkur Arna Schram af fundi.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf sviðsstjóra, dags. 7. janúar 2019, ásamt tillögu um fjárveitingu til félaga vegna viðhaldsstyrkja.

    Samþykkt.

    Björn Gíslason víkur af fundi undir þessum lið.

  5. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 7. janúar 2019, vegna samnings við Knattspyrnufélagið Þrótt vegna ReyCup 2019-2021.

    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 13. desember 2018, um yfirlit um afgreiðslutíma Ylstrandar 2019.

    Nýr afgreiðslutími Ylstrandar samþykktur.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf forstöðumanns Hins Hússins, dags. 8. janúar 2019, vegna skuggaþings 2019.

    Samþykkt að taka þátt í verkefninu.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. nóvember 2018, þar sem tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi gjaldtöku í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs 

    Frestað.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi Ungmennafélagsins Fjölnis, dags í des. 2018, vegna sundæfinga á vegum félagsins.

    Vísað til umsagnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf ÍBR, dags. 18. des. 2018, vegna grunnskólamóts höfuðborga Norðurlanda 2019 í Stokkhólmi.

    Samþykkt að Reykjavíkurborg taki þátt í grunnskólamótinu 2019.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram áfangaskýrsla frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vegna úrbóta og endurnýjunar í Fjölskyldugarðinum 2018- 2019.



    Þorkell Heiðarsson verkefnastjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Fram fer umræða um aðstöðu fyrir knattspyrnu að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  13. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Hver er staða á uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkvæmt samningi undirrituðum 7. maí 2018.

Fundi slitið klukkan 15:50