Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 1

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2018, mánudaginn 25. júní var haldinn 1. fundur menningar- íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Elín Oddný Sigurðardóttir, Björn Gíslason, Örn Þórðarson og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arna Schram, Ómar Einarsson, Huld Ingimarsdóttir, Helga Björnsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, um kosningu sjö fulltrúa fulltrúa  í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð og sjö til vara á fundir borgarstjórnar 19. júní sl. Formaður var kjörinn Pawel Bartoszek.

    Fylgigögn

  2. Varaformaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er kosinn Hjálmar Sveinsson með 4 atkvæðum. Björn Gíslason hlaut 3 atkvæði. RMF18060004

  3. Lagt er til að fundir menningar- íþrótta- og tómstundaráðs verði haldnir 2. og 4. mánudag í mánuði kl. 13.30. RMF18060004

    Samþykkt.

  4. Lögð fram umsögn ráðgefandi fagaðila, dags. 21. júní 2018, um úthlutun styrkja ársins 2018 fyrir myndríka miðlun tengda sögu og menningu í Reykjavík. Í umsögninni er lagt til að að sjö umsóknir hljóti styrk: Ólafur Þorsteinsson vegna birtingar mynda á vef um knattspyrnufélagið Víking, kr. 29.100; Sögur útgáfa vegna útgáfu myndríkrar bókar um Reykjavík um aldamótin 1900, kr. 150.000; Skrudda vegna útgáfu myndríkrar bókar um sögu revíunnar á Íslandi, kr. 330.000; Forlagið vegna útgáfu myndríkrar bókar um ljóðskáldið Dag Sigurðarson, kr. 250.000; Forlagið vegna útgáfu myndríkrar bókar um myndlistarmanninn Kjarval, kr. 250.000; Crymogea vegna útgáfu myndríkrar bókar um skipulagssögu Íslands, kr. 330.000 og Úrbanistan ehf. vegna útgáfu myndríkrar bókar um sögu Reykjavíkur, kr. 150.000. RMF18020021

    Samþykkt.

    Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði, tekur sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á starfsemi menningar- og ferðamálasviðs.

  6. Fram fer kynning á starfsemi íþrótta- og tómstundasviðs.

Fundi slitið klukkan 15:28

Pawel Bartoszek Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf