Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2020, mánudaginn 30. nóvember var haldinn 49. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, aukafundur. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst hann kl. 09:08. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Pawel Bartoszek, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Calmon, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varamaður fyrir Jórunni Pálu Jónasdóttur, Katrín Atladóttir og Baldur Borgþórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL, Arna Schram sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs og Arna Kristín Sigfúsdóttir verkefnastjóri hjá menningar- og ferðamálasviði sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram til afgreiðslu minnisblað vegna fundar faghóps Úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík, dags 26. nóvember 2020 ásamt uppfærðum verklagsreglur um úrbótasjóðinn. RMF19080009.
Uppfærðar verklagsreglur samþykktar.
Tillögur faghóps um úthlutun og viðspyrnusjóð samþykktar.María Rut Reynisdóttir verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 09:24 víkja Arna Schram og Erling Jóhannesson af fundinum.
- Kl. 09:36 tekur Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna íþróttastarfs í Covid.
Svohljóðandi breytingartillaga ráðsins lögð fram og samþykkt:
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að ÍBR og ÍTR verði falið að skila tillögum í samræmi við sóttvarnarreglur um hvernig er hægt að koma á skipulögðu íþróttastarfi í samstarfi við skóla- og frístundasvið þegar samkomutakmarkanir eru í gildi vegna COVID-19 og koma í veg fyrir brottfall.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Rannsóknir sýna að skipulagt íþróttastarf hefur jákvæð áhrif á líðan barna og mikið forvarnargildi. Börn sem eru virk í skipulögðu íþróttastarfi líður betur, vinna betur í hóp og eru ólíklegri til að neyta vímuefna. Þegar er farið að bera á brottfalli og það þarf ekki að fjölyrða um hversu slæmar afleiðingar það mun hafa fyrir framtíðina. Faraldurinn er ekki að hverfa úr okkar daglega lífi á næstunni. Það er því mikilvægt að finna lausnir til að halda þessu starfi gangandi þegar upp koma tímabil þegar þarf að takmarka blöndun barna á milli skóla. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 09:52
Hjálmar Sveinsson Pawel Bartoszek
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
mit_3011.pdf