Mannréttindaráð - Fundur nr.13

Mannréttindaráð

Ár 2008, 9. október kl. 12:00 var haldinn 13. fundur mannréttindaráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir formaður, Salvör Gissurardóttir, Björn Gíslason, Zakaria Elias Anbari, Jóhann Björnsson, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh og Ásta Þorleifsdóttir áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:



1. Formaður setti fund og bauð Írisi Björg Kristjánsdóttur nýjan starfsmann mannréttindaskrifstofu, verkefnastjóra í innflytjendamálum, velkomin til starfa.

2. Umsögn mannréttindastjóra um tillögur Sambands sveitarfélaga í innflytjendamálum lagðar fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Íris Björg Kristjánsdóttir, verkefnastjóri í innflytjendamálum, fundinn undir 1. og 2. lið.

3. Kynning á verkefninu “Jafnrétti í skólum” Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri kynnti verkefnið.

4. Félagsvinur-mentor er málið, verkefni Rauða krossins kynnt.

5. Þjónustusamningur vegna Samtakana 78, lagður fram til kynningar.

6. Bókun mannréttindaráðs:
Í ljósi þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu fagnar Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar því að fréttaflutningur ríkisútvarpsins sé táknmálstúlkaður. Þá fagnar ráðið því einnig hversu Alþjóðahús hefur brugðist hratt og örugglega við því að þýða fréttir sem hefur auðveldað allt upplýsingaflæði til innflytjenda. Mannréttindaráð bendir líka á mikilvægt hlutverk Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í þeim efnum. Ennfremur fagnar ráðið því að aðgerðaráætlun borgarstjórnar geri ráð fyrir því að starfsemi þjónustumiðstöðva verði efld í þágu borgarbúa..


Fundi slitið kl. 13.55

Marta Guðjónsdóttir

Salvör Gissurardóttir Jóhann Björnsson
Zakaria Elias Anbari Falasteen Abu Libdeh
Björn Gíslason Felix Bergsson