No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2008, 10. júní kl. 12.00 var haldinn 9. fundur mannréttindaráðs í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og hófst kl. 12.05.. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir formaður, Andri Óttarsson, Björn Gíslason, Falsteen Abu Libdeb, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Jóhann Björnsson. Einnig Nanna Kristín Christiansen frá menntasviði Reykjavíkurborgar. Jafnframt sat fundinn Kristín Þóra Harðardóttir mannréttindastjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fyrst á dagskránni var kynning Nönnu Kristínar Christiansen á vinnu starfshóps um börn innflytjenda í grunnskólum.
- Óskar Bergsson áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokksins mætti á fundinn kl. 12.15.
2. Edda Ólafsdóttir kom á fundinn kl. 12.30. og kynnti starfssemi þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.
- Björn Gíslason vék af fundi kl 13.35.
3. Bókun mannréttindaráðs:
Fulltrúar mannréttindaráðs vilja bóka þakkir til Nönnu Kristínu Christiansen frá Menntasviði og Eddu Ólafsdóttur frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða fyrir afar áhugaverða kynningu um allt það metnaðafulla starf sem unnið er í tengslum við málefni innflytjenda. Þá þakka fulltrúarnir fyrir móttökurnar og öllu starfsfólk á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða fyrir allt það framúrskarandi starf sem er unnið á Þjónustumiðstöðinni.
4. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstri –grænna og áheyrnafulltrúa Framsóknarflokks:
Á fundi mannréttindanefndar þann 20. desember var ákveðið að setja á stofn starfshóp um atvinnumöguleika fatlaðra einstaklinga hjá Reykjavíkurborg. Hópurinn átti að skila niðurstöðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags og koma með tillögur að úrbótum þann 1. Mars 2008. Sá meirihluti sem tók völdin í janúar hefur þrátt fyrir það ekki enn séð ástæðu til að kalla til fundar í þessum starfshópi. Óska fulltrúanir því eftir svörum um það hvenær og þá hvort ætlunin er að boða til fundar í starfshópnum sem skipað var í lok síðasta árs?
5. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstri –grænna og áheyrnafulltrúa Framsóknarflokks:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og áheyrnafulltrúa Framsóknar-flokksins óskar eftir upplýsingum um umfang túlkaþjónustu hjá Reykjavíkurborg, og hvort sú þjónusta sem veitt er anni þeirri eftirspurn sem er eftir túlkaþjónustu.
1. Hversu miklum fjármunum var ætlað til túlkaþjónustu árið 2007 hjá sviðum borgarinnar, sundirliðað eftir sviðum?
2. Telja sviðstjórar sviðanna að þeir fjármunir dugi til þess að anna þeirri eftirspurn sem er eftir túlkaþjónustu hjá þeirra þjónustuaðilum?
6. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri – grænna og áheyrnafulltrúi Framsóknarflokksins óska eftir upplýsingum um framgang verkefnisins ,,Trúnaðavinkonur“ tillögu Samfylkingarinnar sem komið var í farveg í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins.
Fundi slitið kl. 13:40
Marta Guðjónsdóttir
Þórdís Pétursdóttir Andri Óttarsson
Björn Gíslason Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Falasteen Abu Libdeh Jóhann Björnsson