No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2012, 21. ágúst var haldinn 97. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.16. Fundinn sátu Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Óðinsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Bjarni Jónsson og SJÓN. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar um kosningu fulltrúa í mannréttindaráð. Samþykkt er að Sigurjón Birgir Sigurðsson taki sæti í mannréttindaráði í stað Páls Hjalta Hjaltasonar og að Heiða K. Helgadóttir taki sæti varamanns í mannréttindaráði. (R10060077).
2. Lagt fram yfirlit yfir rekstur mannréttindaskrifstofu og mannréttindaráðs fyrir tímabilið janúar - júní 2012. Sigurður Páll Óskarsson fjármálastjóri ráðhúss kynnti.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð ítrekar mikilvægi þess að ráðið fái úthlutað fjárhagsramma fyrir 2013, líkt og önnur fagráð hafa nú þegar fengið, til þess að vinna við fjárhagsáætlun næsta árs geti hafist.
3. Tekin fyrir tillaga frá Betri Reykjavík frá 29.06.2012: Ísland taki þátt í #GLIt Gets Better Project#GL.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar tillögunni en telur að verkefni eins og It Gets Better Project eigi frekar heima hjá grasrótarsamtökum. Berist ráðinu umsókn um styrk frá frjálsum félagasamtökum vegna þátttöku í verkefninu mun ráðið skoða það eins og aðrar styrkbeiðnir á sviði mannréttindamála.
4. Tekin fyrir tillaga frá Betri Reykjavík frá 29.07.2012: Samhygð í verki - Borg styður Borg.
Bókun mannréttindaráðs:
Tillögunni vísað til borgarráðs þar sem samskipti og val á vinabæjum heyra ekki undir mannréttindaskrifstofu.
Fundi slitið kl. 13.15
Margrét Kristín Blöndal
Þórey Vilhjálmsdóttir SJÓN
Ingibjörg Óðinsdóttir Elín Sigurðardóttir
Ingibjörg Stefánsdóttir Bjarni Jónsson