Mannréttindaráð - Fundur nr. 96

Mannréttindaráð

Ár 2012, 26. júní var haldinn 96. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Magnús Þór Gylfason, Þórey Vilhjálmsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Páll H. Hjaltason og Margrét Kristín Blöndal. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Hilmar Magnússon verkefnisstjóri kom á fundinn og fór yfir verklagsreglur samráðsvefsins Betri Reykjavík.

2. Tekin fyrir tillaga frá Betri Reykjavík frá 31.05.2012. Léttskipulagt flóttamannaþorp fyrir útigangsfólk.

Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð vísar tillögunni til velferðarráðs þar sem þjónusta við þennan hóp heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

3. Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti verkefni kynjaðrar fjárhagsáætlunar innan Reykjavíkurborgar.

4. Mannréttindastjóri sagði frá ljósmyndasamkeppninni „ Komum mynd á mannréttindi“.

5. Fjárhagsáætlun 2013 – 2017. Mannréttindastjóri lagði fram tíma- og verkáætlun sem samþykkt var í borgarráði þann 21.06.2012.

Fundi slitið kl. 13.35

Margrét K. Sverrisdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir Páll H. Hjaltason
Magnús Þór Gylfason Elín Sigurðarsdóttir
Margrét Kristín Blöndal Bjarni Jónsson