Mannréttindaráð - Fundur nr. 95

Mannréttindaráð

Ár 2012, 12. júní var haldinn 95. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.21. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Magnús Þór Gylfason, Marta Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Páll H. Hjaltason og Margrét Kristín Blöndal. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 06.06.2012 um kosningu fulltrúa í mannréttindaráð. Magnús Þór Gylfason tekur sæti Mörtu Guðjónsdóttur í mannréttindaráði. Samþykkt. ( R10060078).

2. Nanna Kristín Christiansen verkefnastjóri á grunnskólaskrifstofu skóla- og frístundasviðs og Eygló Rúnarsdóttir verkefnastjóri skrifstofu tómstundamála kynntu verkefni gegn einelti - Vinsamlegt samfélag.

Kl.12.53 tekur Margrét Kristín Blöndal sæti á fundinum.

3. Björn Guðmundsson, Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, Bjarni Bjarnason og Bjarndís Árnadóttir komu á fundinn og kynntu EGOV4U tölvufærninámskeiðið Samskipti kynslóðanna. Mannréttindastjóra falið að útbúa minnisblað um verkefnið og skila til ráðsins á fyrsta fundi eftir sumarleyfi.

4. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá 31.05.2012.
Léttskipulagt #GLflóttamannaþorp#GL fyrir #GLútigangsfólk#GL. Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar.

5. Lagt fram yfirlit yfir fundi mannréttindaráðs haustið 2012 og það samþykkt. Síðasti fundur ráðsins fyrir sumarleyfi verður þriðjudaginn 26. júní og fyrsti fundur eftir sumarleyfi þann 28. ágúst.

6. Lögð fram drög að hátíðardagskrá kvenréttindadagsins 19. júní.

Fundi slitið kl. 14.01

Margrét K. Sverrisdóttir

Marta Guðjónsdóttir Páll H. Hjaltason
Magnús Þór Gylfason Elín Sigurðarsdóttir
Margrét Kristín Blöndal Bjarni Jónsson