No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2012, 29. maí var haldinn 94. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Eva Baldursdóttir, Sóley Tómasdóttir, SJÓN og Margrét Kristín Blöndal. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. maí varðandi móttöku flóttamanna til Reykjavíkur ( R -12050067).
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar þeirri ákvörðun velferðarráðuneytis að taka á móti flóttakonum frá Afganistan og aðkomu Reykjavíkur að þessu verkefni.
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 23. maí varðandi nýtt embætti umboðsmanns borgarbúa. ( R-12030116).
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindarráð óskar eftir að fá starfslýsingu og hlutverk umboðsmanns borgarbúa til umsagnar þegar forsætisnefnd hefur mótað hana.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna hversu óskilgreint embætti umboðsmanns borgarbúa er þrátt fyrir að búið sé að samþykkja það í borgarstjórn. Engin starfslýsing liggur fyrir og mjög óskýrt er hvort umboðsmaðurinn nær að halda því hlutleysi sem embættið ætti að hafa gagnvart kerfinu. Mikilvægt er að skilgreina vel form og hlutverk embættisins áður en ráðningaferli hefst.
Bókun fulltrúa Samfylkingar, Besta flokks og Vinstri Grænna:
Meirihlutinn fagnar því að komið verði á fót nýju embætti umboðsmanns borgarbúa. Það er nú í höndum forsætisnefndar ásamt skrifstofu borgarstjórnar og mannréttindaskrifstofu að móta og skilgreina þetta embætti og mannréttindaráð hefur þegar óskað eftir að fá þá skilgreiningu til umsagnar.
3. Lögð fram skýrsla með tillögum starfshóps um skilgreiningu mannréttinda utangarðsfólks. SJÓN sagði frá vinnu starfshópsins og kynnti helstu niðurstöður. Skýrslan samþykkt og henni vísað til borgarráðs.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð færir starfshópnum bestu þakkir fyrir að hafa mótað ramma sem verður leiðarljós í allri þjónustu borgarinnar við þennan hóp.
4. Mannréttindastjóri sagði frá aðalfundi ICORN sem haldinn var í Stokkhólmi 9. -11. maí sl.
-kl.13.28 fer Eva Baldursdóttir af fundi.
5. Jóna Vigdís Kristinsdóttir fór yfir framkvæmd fjölmenningardags Reykjavíkur sem haldinn var 12. maí sl.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar fjölmenningardeginum, hátíð fjölbreytileikans og þakkar starfsfólki mannréttindaskrifstofu og fulltrúum fjölmenningarsamfélagsins fyrir að vinna að undirbúningi hans.
6. Skipað var starfshóp um undirbúning fjölmenningarþings 2012. Í hópnum munu starfa:
? Grazyna M. Okuniewska, fulltrúi Sjálfstæðisflokks
? Bjarni Jónsson, fulltrúi Samfylkingar
? Margrét Kristín Blöndal, fulltrúi Besta flokks
? Claudia Overesch, fulltrúi Vinstri grænna
Fundi slitið kl. 14.03
Margrét K. Sverrisdóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir Sóley Tómasdóttir
Marta Guðjónsdóttir SJÓN
Margrét Kristín Blöndal