Mannréttindaráð - Fundur nr. 93

Mannréttindaráð

Ár 2012, 8. maí var haldinn 93. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, SJÓN og Margrét Kristín Blöndal. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 30. apríl varðandi kosningu fulltrúa í mannréttindaráð.

2. Dagskrá fjölmenningardags 2012 lögð fram. Jóna Vigdís Kristinsdóttir kynnti.

3. Svar við fyrirspurn Vinstri grænna frá síðasta fundi um erindisbréf starfshóps um Fjölmenningarþing 2012 lagt fram:

Erindisbréf starfshóps til undirbúnings Fjölmenningarþings er lagt fram á 93. fundi ráðsins. Gert hafði verið ráð fyrir að starfshópurinn hæfi störf þann 1. júní n.k. og erindisbréfið yrði lagt fram á fundi mannréttindaráðs í maí þegar undirbúningi að fjölmenningardegi sem halda á þann 12. maí yrði að mestu lokið.

4. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps við undirbúning fjölmenningarþings 2012 og það samþykkt.

5. Tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá 30.03.
Eineltisnefnd Reykjavíkurborgar. Stöðvar einelti.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð telur mikilvægt að einelti sé ekki liðið í grunnskólum borgarinnar. Ríkið hefur hinsvegar nú þegar skipað fagráð vegna eineltismála í grunnskólum og mennta-og menningarmálaráðherra staðfesti þann 10. mars sl. Verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála.Í nýrri reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins, 7. grein, segir eftirfarandi: ,,Foreldrar eða skólar geta óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs, sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis, ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðkomu sérfræðiþjónustu. Miklar væntingar eru bundnar við starfsemi fagráðs í eineltismálum í grunnskólum og af hálfu Reykjavíkurborgar hefur Skóla- og frístundasvið yfirumsjón með eineltismálum og getur leitað til fagráðsins þegar þörfkrefur. Einnig geta aðstandendur þolenda leitað beint til fagráðsins og telur mannréttindaráð það á ábyrgð skóla-og frístundasvið að kynna það úrræði fyrir aðstandendum. Með samhentum kröftum allra aðila skólasamfélagsins, þ.e. starfsfólks skóla, nemenda og foreldra auk sérfræðiþjónustu sveitarfélaga, annarra stuðningsaðgerða og nú tilkomu sérstaks fagráðs, ættu að skapast enn betriskilyrði til að útrýma einelti úr samfélaginu. Hér er um mikilvægt mannréttindamál sem mannréttindaráð hefur beitt sér í og mun halda því áfram.

6. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá 30.04.
Að mínar þarfir sem manneskja, séu settar ofar þörfum hunda.
Bókun mannréttindaráðs:
Tillögunni vísað til umhverfis og samgönguráðs.

7. Afgreiðsla styrkja mannréttindaráðs 2012, seinni úthlutun. Ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrk:

Kvenréttindafélag Íslands kr. 500.000
Þorvaldur Kristinsson kr. 1.000.000
NPA miðstöðin kr. 1.000.000
Hugarafl kr. 1.000.000
Herdís Benediktsdóttir kr. 500.000

8. Ákveðið að veita Listahátíðinni List án Landamæra mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2012.

Fundi slitið kl. 14.02.

Margrét Kristín Blöndal

Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Marta Guðjónsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson
SJÓN Ingibjörg Stefánsdóttir