Mannréttindaráð - Fundur nr. 92

Mannréttindaráð

Ár 2012, 24. apríl var haldinn 92. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Eva Baldursdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Margrét Kristín Blöndal. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. þ.m. varðandi kosningu fulltrúa í
mannréttindaráðs. Marta Guðjónsdóttir tekur sæti í ráðinu í stað Björns Gíslasonar. (R10060077).

2. Styrkir mannréttindaráðs 2012, seinni úthlutun. Yfirlit styrkja lagt fram.

3. Kynjuð fjárhagsáætlunargerð. Mannréttindastjóri kynnti.

kl.12.44 tók Eva Baldursdóttir sæti á fundinum.

4. Fjölmenningardagur 2012. Jóna Vigdís Kristinsdóttir kynnti.

5. Tillaga frá Betri Reykjavík frá 30.03. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Vinstri grænna í mannréttindaráði varðandi 6. lið 87. fundar ráðsins þar sem kom fram að mannréttindaskrifstofu var falið að gera erindisbréf starfshóps um Fjölmenningarþing 2012.


Fundi slitið kl. 13.40

Margrét Kristín Blöndal Bjarni Jónsson
Þórey Vilhjálmsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson
Marta Guðjónsdóttir Margrét Kristín Blöndal