Mannréttindaráð - Fundur nr. 91

Mannréttindaráð

Ár 2012, 17. apríl var haldinn 91. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Bjarni Jónsson, SJÓN, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason, Elín Sigurðardóttir og Margrét Kristín Blöndal. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Gunnar Smári Egilsson formaður SÁÁ kom og kynnti verkefnið Listahátíð um áfengis-og vímuefnasýki 2013. Mannréttindastjóra falið að kanna málið í samstarfi við formann menningar -og ferðamálaráðs.

2. Ásthildur Valtýsdóttir kynnti Progress verkefni mannréttindaskrifstofu árið 2012; Stuðla að jafnrétti – Berjast gegn mismunum.

3. Mannréttindastjóri kynnti fund með innflytjendasamfélaginu sem haldinn verður 26. apríl n.k. í Norræna Húsinu. Á þeim fundi verður farið yfir skipulag fjölmenningaþings og fyrirkomulag kosninga í nýtt fjölmenningaráð.

- Kl.13.40 víkur Þórey Vilhjálmsdóttir af fundi.

4. Auglýsing eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkur 2012 og afhending þeirra í Höfða 16. maí. Farið var yfir fyrirkomulag athafnarinnar.

- Kl.13.47 víkur Margrét Kristín Blöndal af fundi.

5. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30.03.2012. Eineltisnefnd Reykjavíkur Stöðvar einelti.
Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar sem verður 24. apríl.

Fundi slitið kl. 14.04

Margrét Sverrisdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir SJÓN
Björn Gíslason Margrét Kristín Blöndal