Mannréttindaráð
Ár 2012, 27. mars var haldinn 90. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.25. Fundinn sátu Bjarni Jónsson, SJÓN, Ingibjörg Óðinsdóttir, Björn Gíslason og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun 2013-2017. Sigurður Páll Óskarsson fjármálastjóri Ráðhúss Reykjavíkur kom og kynnti. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
- Kl.12.35 tekur Heiða Kristín Helgadóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram drög að samningi við Lögréttu.
3. Lagt fram minnisblað vegna menningarverkefnis/ bókmenntaverkefnis minnihlutahópa.
4. Auglýsing um styrki mannréttindaráðs á vori 2012.
Fundi slitið kl. 13.25
SJÓN
Björn Gíslason Ingibjörg Óðinsdóttir
Bjarni Jónsson Elín Sigurðardóttir
Heiða Kristín Helgadóttir