Mannréttindaráð - Fundur nr. 9

Mannréttindaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 14. ágúst var haldinn 9. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var vinnufundur og haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.00. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Guðný Maja Riba, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Kjartan Magnússon. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Katarzyna Kubiś og Þorvaldur Daníelsson. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Bragi Bergsson og Bryndís Snæbjörnsdóttir með rafrænum hætti. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á stöðu aðgerðaráætlunar aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar og undirbúning nýrrar áætlunar. MSS22010199 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning aðgengisfulltrúa Reykjavíkur á verkefnum vetrarins 2025 -2026. MSS24090014 

  3. Fram fer umræða um verkefni í málefnum fatlaðs fólks 2025-2026. MSS23040118

    -    Kl. 13.56 víkja af fundinum eftirtaldir fulltrúar og starfsfólk samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Bragi Bergsson. Katarzyna Kubiś og Bryndís Snæbjörnsdóttir aftengjast fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 14.00 taka sæti á fundinum eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs og áheyrnarfulltrúi velferðarsviðs í málefnum aldraðra; Viðar Eggertsson, Jóhann Birgisson, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Berglind Magnúsdóttir.

  4. Fram fer kynning á áherslum velferðarsviðs í málefnum aldraðra 2025-2026. MSS25080021

  5. Fram fer umræða um verkefni öldungaráðs 2025 - 2026. MSS23040118

    -    Kl. 14.57 víkja af fundinum eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs og starfsfólk: Viðar Eggertsson, Jóhann Birgisson, Sigurður Ágúst Sigurðsson og Berglind Magnúsdóttir.

    -    Kl. 15.00 taka sæti á fundinum eftirtalið starfsfólk og áheyrnarfulltrúar í málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna: Íris Björk Kristjánsdóttir, Gerður Gestsdóttir Valgerðardóttir og Maria Sastre.
     

  6. Fram fer kynning á vinnu stýrihóps um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. MSS24090132 

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um verkefni í málefnum innflytjenda og fólks með erlendan bakgrunn 2025-2026. MSS23040118

    -    Kl. 16.02 víkur Þorvaldur Daníelsson af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. 

  8. Lagt fram að nýju fundadagatal mannréttindaráðs haust 2025, sbr. 6. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 12. júní 2025. MSS25030087

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í mannréttindaráði lýsa yfir furðu sinni á því að formaður ráðsins hyggist ekki verða við ósk þeirra um að finna nýjan fundartíma vegna fyrirhugaðs fundar ráðsins 21. ágúst næstkomandi kl. 13-16, þar sem þeir höfðu skuldbundið sig til annars á þeim tíma. Óþekkt er að formaður ráðs fallist ekki á slíka ósk, sem næstum helmingur kjörinna fulltrúa viðkomandi ráðs stendur að eða þrír fulltrúar af sjö. Hingað til hefur verið litið svo á að það sé mikilvæg forsenda góðs samstarfsanda í nefndum og ráðum borgarinnar að samstaða ríki um tæknileg atriði eins og fundartíma. Greinilegt er að Sabine Leskopf, formaður ráðsins, lítur ekki svo á eins og afstaða hennar til þessarar beiðnar ber skýrlega með sér.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Drög að fundardagatali mannréttindaráðs lágu fyrir áður en sumarleyfi hófst og var samþykkt án athugasemda. Skipulagning haustsins, með lögbundnum verkefnum og fjölda funda, er í föstum skorðum, þar sem áheyrnarfulltrúarnir tilheyra ólíkum hópum og sumir þurfa til dæmis að skipuleggja akstursþjónustu með góðum fyrirvara.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl.16.27

Sabine Leskopf Guðný Maja Riba

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 14. ágúst 2025