Mannréttindaráð - Fundur nr. 8

Mannréttindaráð

Ár 2008, 27. maí kl. 12:15 var haldinn 8. fundur mannréttindaráðs í Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundinn sátu Marta Guðjónsdóttir formaður, Andri Óttarsson, Björn Gíslason, Maria Elvira Mendez Pinedo, Falsteen Abu Libdeb, Dagur B. Eggertsson og Drífa Snædal. Auk þeirra sátu fundinn Marsibil J. Sæmundardóttir áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokksins. Jafnframt sat fundinn Kristín Þóra Harðardóttir mannréttindastjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tillaga að endurskoðuðum reglum um styrkveitingar mannréttindaráðs lagðar fram. Andri Óttarsson formaður starfshópsins kynnti tillögu að nýjum reglum um styrkveitinar. Samþykkt samhljóða.

2. Endurskoðun á reglum um gerð þjónustusamninga Andra Óttarssyni, formanni starfshóps um styrkveitingar mannréttindaráðs falið að ræða við embætti borgarlögmanns þar sem fram fer vinna við að samræma verklag við gerð þjónustusamninga. Málinu frestað að öðru leyti.

3. Skýrsla starfshóps um öryggi á skemmtistöðum
Björn Gíslason kynnti starf starfshóps um öryggi á skemmtistöðum og svaraði fyrirspurnum.

4. Starf mannréttindastjóra
Mannréttindaráð samþykkir að óska eftir lista yfir umsækjendur um starf mannréttinda