Mannréttindaráð
Ár 2012, 13. mars var haldinn 89. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Bjarni Jónsson, SJÓN, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun 2013-2017. Mannréttindastjóra falið að útfæra hugmyndir ráðsins og vinna kostnaðargreiningu á þeim.
2. Tekin fyrir tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 28.02.2012
Götublað fyrir heimilislaust fólk til að afla sér tekna.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð getur ekki fallist á að það sé hlutverk borgarinnar að gefa út götublað eins og tillagan gefur til kynna. Berist ráðinu umsókn um styrk frá frjálsum félagasamtökum vegna útgáfu slíks blaðs mun ráðið skoða það eins og aðrar styrkbeiðnir á sviði mannréttindamála.
3. Heimsókn til Klúbbsins Geysis, Skipholti 29.
Fundi slitið kl. 14.30
Margrét Sverrisdóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Sóley Tómasdóttir SJÓN
Björn Gíslason