No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2011, 14. febrúar var haldinn 87. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, SJÓN, Ingibjörg Óðinsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist
1. Sigríður Marta Harðardóttir frá Lögréttu, félagi laganema við Háskólann í Reykjavík kom á fundinn og ræddi mögulegt samstarf við mannréttindaskrifstofu. Mannréttindaskrifstofu falið að kanna flöt á samstarfi.
2. Tekin fyrir tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá 31.01.2012.
Borgin reki áfram Konukot.
Bókun mannréttindaráðs
Tillögunni er vísað til velferðarráðs þar sem rekstur Konukots heyrir undir velferðarsvið.
3. Skipað var í starfshóp um mannréttindi utangarðsfólks og fíkla og í honum munu starfa; Anna Kristinsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, SJÓN og Ingibjörg Óðinsdóttir.
4. Minnisblað um þjónustu við innflytjendur lagt fram.
5. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti hugmyndir að tilraunaverkefnum mannréttindaráðs/skrifstofu varðandi kynjaða fjárhagsáætlunargerð.
Ákveðið var að gera tilraun með 2 þætti; styrki ráðsins og þjónustu við innflytjendur.
6. Lagðar voru fram skýrslur frá Juan Camilo Roman Estrada og Toshiki Toma fulltrúum í fjölmenningarráði Reykjavíkur um starf ráðsins sl. ár. Rætt var um framkvæmd fjölmenningarþings og kosninga í fjölmenningarráð sem fyrirhugað er að halda í september n.k.
Mannréttindaskrifstofu falið að gera drög að erindisbréfi starfhóps varðandi undirbúning fjölmenningarþings 2012.
Fundi slitið kl. 13.34
Margrét K. Sverrisdóttir
Ingibjörg Óðinsdóttir SJÓN
Bjarni Jónsson Margrét Kristín Blöndal