No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2011, 24. janúar var haldinn 86. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, SJÓN, Þórey Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir, og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist
1. Reglur um gerð fjárhagsáætlunar. Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og Guðleif Edda Þórðardóttir sérfræðingur á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar kynntu.
2. Mannréttindastjóri kynnti úthlutun á styrkjum Þróunarsjóðs innflytjendamála 2011.
3. Lögð fram umsögn mannréttindaráðs til borgarráðs varðandi tillögur SSH um málefni innflytjenda og hún samþykkt samhljóða. ( R12010030).
4. Tekin fyrir tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30.11.2011.
Að Reykjavík starfi yfirlýst eftir barnasáttmála SÞ.
Bókun mannréttindaráðs:
Eins og fram kemur í ágætri tillögu hefur barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna ekkert lagagildi hér á landi. Á fundi Sameinuðu þjóðanna í september 2011 var fjallað um framkvæmd samningsins hér á landi og sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna hvatti m.a. til þess að barnasáttmálinn yrði lögfestur á Íslandi. Þrátt fyrir að samningurinn sé ekki lögfestur hér á landi starfa allar stofnanir borgarinnar eftir mannréttindastefnu Reykjavíkur þar sem fram kemur að þegar gerðar eru ráðstafanir sem varða börn skal það ávallt hafa forgang sem er barninu fyrir bestu. Þær stofnanir innan borgarinnar sem vinna að málefnum barna og ungmenna hafa jafnframt sýnt samningnum áhuga og unnið margskonar verkefni honum tengdum. Meðal annars minntu frístundaheimili borgarinnar á afmæli samningsins í nóvember s.l. með ýmsum verkefnum sem kynntu börnum sáttmálann og settu hann í samhengi fyrir þau. Þar sem barnasáttmálinn snýr að skyldum þjóðríkja frekar en sveitarfélaga getur það ekki verið hlutverk Reykjavíkurborgar að gangast undir sáttmálann áður en hann er lögleiddur hér á landi. Reykjavíkurborg mun þó hér eftir sem hingað til hafa hagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og tekur undir mikilvægi þess að lögleiða samninginn á Íslandi hið fyrsta. Reykjavíkurborg mun taka fullan þátt í vinnu við slíkt og fagnar slíkri vinnu.
Fundi slitið kl. 13.50.
Margrét Sverrisdóttir
Ingibjörg Óðinsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir SJÓN