Mannréttindaráð - Fundur nr. 85

Mannréttindaráð

Ár 2012, 10. janúar var haldinn 85. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, SJÓN, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason, og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist

1. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri kynnti fjölmenningarverkefni Borgarbókasafns.

2. Lagðar voru fram tillögur verkefnahóps SSH um málefni innflytjenda. Óskað eftir umsögn mannréttindaráðs. (R-11060017)

3. Bókmenntir minnihlutahópa - verkefni á starfsáætlun í mannréttindamálum 2012.
Lagt fram minnisblað dags. 10.01.12.

4. Tekin fyrir tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá 30.12.2011.
Tryggja aðgang að netinu fyrir alla.

Bókun mannréttindaráðs:

Boðið er upp á þráðlausa tengingu (hot spot) á eftirfarandi félagsmiðmiðstöðvum borgarinnar; Hvassaleiti 56, Hæðargarði 31, Aflagranda 40, Vesturgötu 7, Árskógum 4 og Bólstaðarhlíð 43. Á næstu vikum verður komið upp tengingum í Gerðubergi og á Korpúlfstöðum. Opnunartími er frá 8.30-16.30 alla virka daga. Alltaf er tölva til afnota fyrir gesti. Á bókasöfnum borgarinnar eru tölvur með nettengingu til afnota fyrir gesti bókasafnana gegn vægu gjaldi; gjaldið er fyrir 1/2 tíma 125 kr., 1 tími 250 kr., 5 tímar 900 kr. og 10 tímar 1.600 kr. Söfnin eru með misjafnan opnunartíma en aðalsafnið er opið alla daga. Einnig hefur verið boðið upp á ókeypis tölvunámskeið á sömu félagsmiðstöðvum árið 2011 og verður framhald á því áfram. Því telur mannréttindaráð að Reykjavíkurborg sinni þessu verkefni sem skyldi.

Fundi slitið kl. 13.59

Margrét Sverrisdóttir

Björn Gíslason Margrét Kristín Blöndal
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir SJÓN