Mannréttindaráð - Fundur nr. 83

Mannréttindaráð

Ár 2011, 13. desember, var haldinn 83. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Stefánsdóttir, SJÓN, Björn Gíslason, og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist

1. Drög að styrkjahandbók lögð fram. Mannréttindaskrifstofu falið að gera drög að umsögn til borgaráðs.

2. Mannréttindastjóri fór yfir ráðgjöf við innflytjendur fyrir árið 2012. Barbara Jean Kristvinson ráðgjafi á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og Margrét Steinarsdóttir framkvæmstjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands kynntu sín verkefni við þjónustu til innflytjenda.

3. Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttismálum 2012-2014 sem byggð er á Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla.

4. Betri Reykjavík
Að Reykjavík starfi yfirlýst eftir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Lögð fram efsta hugmynd í flokki mannréttinda á samráðsvefnum Betri Reykjavík frá 30.11.2011 um að Reykjavík starfi yfirlýst eftir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Tillögunni vísað til mannréttindaskrifstofu til umsagnar.

- Kl. 13.55 tekur Þórey Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

5. Styrkumsóknir 2012.
Samþykkt að veita eftirfarandi styrk:
• Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands. Frú Ragnheiður – Skaðaminnkun.
kr. 1.000.000,-

• Sjónarhóll. Þýðing á kynningarefni.
kr. 1.000.000,-

• Þroskahjálp. Framleiðsla á sjónvarpsþáttum „Með okkar augum“
kr. 1.000.000,-

• Geðhjálp. Aðgerðaráætlun fyrir vinnustaði ef upp kom geðræn veikindi.
kr. 1.000.000,-

• Samskiptamiðstöð heyrnalausra. Líkami minn og tilfinningar.
kr. 1.000.000,-
Bókun mannréttindaráðs:
Í framhaldi af styrkveitingu mannréttindaráðs til Þroskahjálpar til framleiðslu þáttanna Með okkar augum hvetur ráðið Ríkisútvarpið til að sýna þættina á þeim stað í dagskránni að komi fyrir sem flestra augu.


Fundi slitið kl. 14.32

Margrét Sverrisdóttir

Björn Gíslason Margrét Kristín Blöndal
Þórey Vilhjálmsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir
Elín Sigurðardóttir SJÓN