Mannréttindaráð
Ár 2011, 22. nóvember, var haldinn 81. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.17. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Stefánsdóttir, SJÓN, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason, og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist
1. Farið var yfir fyrirkomulag kosningar í fjölmenningarráð. Raúl Sáenz og Toshiki Toma, fulltrúar fjölmenningaráðs fóru yfir störf ráðsins sl.ár.
Mannréttindaráð óskar eftir skýrslu fjölmenningaráðs um starfssemi ráðsins og framtíðarsýn þess. Ákveðið var að halda opinn fund með fjölmenningarsamfélaginu í janúar þar sem framtíð ráðsins verður meðal annars til umræðu.
- Kl.12.31 tekur SJÓN sæti á fundinum.
2. Óðinn Gunnar Óðinsson verkefnastjóri kynnti vefinn Betri Reykjavík.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar vefnum Betri Reykjavík sem gerir íbúum borgarinnar kleift að koma tillögum sínum beint á framfæri og er stórt skref í átt að virku lýðræði.
3. Tekin fyrir tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík; “Að borgin gæti mannréttinda útigangsfólks og fíkla“ frá 30.10.2011.
Bókun mannréttindaráðs:
Opinn fundur mannréttindaráðs 8. des nk. verður helgaður umræðu um mannréttindi útigangsfólks. Í framhaldi af þeim fundi mun ráðið vinna tillögur um bætt mannréttindi þessa hóps.
4. Styrkumsóknir 2012. Afgreiðslu umsókna frestað til næsta fundar ráðssins.
5. Lögð fram tillaga frá fulltrúa Vinstri grænna í íþrótta-og tómstundaráði þar sem óskað er eftir að mannréttindaskrifstofa kanni stöðu jafnréttis í einstaklingsíþróttum í Reykjavík. (R-11110039)
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð Reykjavíkur fagnar framkominni tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um að fram fari könnun á stöðu jafnréttis í einstaklingsíþróttum í Reykjavík. Tillagan sýnir mikilvægi þess að sífellt sé staðinn vörður um jafnrétti í íþróttum líkt og á öðrum sviðum samfélagsins.
Tillaga mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð hefur þegar lagt fram starfsáætlun í mannréttindamálum fyrir árið 2012 og hefur ekki svigrúm til að vinna að slíkri könnun fyrir ÍTR á næsta ári vegna annarra verkefna. Ef ÍTR óskar hinsvegar eftir að slík vinna fari fram er það tillaga mannréttindaráðs að starfsmaður verði fenginn að verkefninu til tveggja mánaða af íþrótta- og tómstundasviði. Hann ynni að verkefninu á mannréttindaskrifstofu undir handleiðslu sérfræðinga.
6. Rætt var um fyrirkomulag opins fundar mannréttindaráðs 8. desember.
Fundi slitið kl. 14.05
Margrét Sverrisdóttir
Björn Gíslason Margrét Kristín Blöndal
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir SJÓN