No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2011, 8. nóvember, var haldinn 80. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn Höfðatorgi og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, Björn Gíslason, og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Guðrún Birna Jóhannsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að fréttabréfi mannréttindaskrifstofu.
2. Ákveðið að halda opinn fund mannréttindaráðs 8. desember kl. 12.00-13.30. Efni fundarins að þessu sinni verða málefni útigangsfólks í Reykjavík með tilliti til mannréttindagæslu fyrir þennan hóp.
3. Mannréttindastjóri fór yfir starfs-og fjárhagsáætlun ársins 2012.
Bókun fulltrúa Vinstri -grænna og Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúum Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði þykir miður að fjárhagsáætlun mannréttindaskrifstofu fyrir árið 2012 sé nú lögð fram í fyrsta sinn. Ljóst er að ekki gefst tími til að fresta málinu milli funda, þannig að fulltrúar minnihlutans geti kynnt sér hana, þar sem fyrsta umræða um fjárhagsáætlun mun eiga sér stað í borgarstjórn að viku liðinni. Það er ljóst að fulltrúar Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokks geta því ekki tekið upplýsta afstöðu til þeirrar áætlunar sem hér liggur fyrir. Það vekur jafnframt ákveðna furðu fulltrúanna að ekki hafi verið staðið öðruvísi að málum nú þar sem umræða í ráðinu vegna fjárhagsáætlunar 2011 gáfu fyrirheit um annað.
Bókun fulltrúa Besta flokks og Samfylkingar:
Fjárhagsáætlun mannréttindaskrifstofu er alveg óbreytt frá fyrra ári, að frátöldum hækkunum vegna kjarasamninga og innri leigu. Æskilegt hefði verið að forsendur fjárhagsáætlunar hefðu legið fyrir fyrr og samráð þar með verið tryggt.
- 11.17 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi og sæti tekur Þórey Vilhjálmsdóttir
4. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík; “Að borgin gæti mannréttinda útigangsfólks og fíkla.” Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar ráðsins sem er 22.nóvember.
5. Forvarnir gegn einelti í skólum borgarinnar. Ragnar Þorsteinson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs og Nanna K. Christiansen kynntu og sögðu frá verkefninu Vinsamlegt samfélag.
6. Yfirlit styrkumsókna lagt fram.
Fundi slitið kl. 12.03
Margrét Sverrisdóttir
Björn Gíslason Margrét Kristín Blöndal
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir Sigurjón B. Sigurðsson