No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2011, 25. október, var haldinn 79. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Elín Sigurðardóttir, SJÓN og Ingibjörg Stefánsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Guðrún Birna Jóhannsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Irma Erlingsdóttir og Hildur Fjóla Antonsdóttir kynntu starfsemi Rikk (Rannsóknarstofu í kvenna og kynjafræðum við Háskóla Íslands).
2. Lagt var fram svar menntaráðs dags. 10.10.2011 við fyrirspurn D-lista frá 27.09.2011(R11100022).
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð óskar eftir því að fá fræðslustjóra skóla-og frístundasviðs Ragnar Þorsteinsson til að mæta á næsta fund ráðsins og skýra þá stefnubreytingu að horfið var frá Olweusar áætluninni sem forvörn gegn einelti í skólum borgarinnar.
3. Guðrún Birna Jóhannsdóttir fór yfir dagskrá Dags gegn einelti sem haldinn verður 8. nóvember n.k.
Bókun mannréttindaráðs:
Ákvörðun Skóla-og frístundasviðs um að taka ekki þátt í Degi gegn einelti þann 8. nóvember vekur furðu mannréttindaráðs. Sú ákvörðun hefur hvorki komið til umræðu í mannréttindaráði né skóla-og frístundaráði. Mannréttindaráð telur mikilvægt að fram fari umræður innan fagráðanna áður en ákveðið er að ganga gegn samþykktum borgarstjórnar.
-kl. 13.32 fer Bjarni Jónsson af fundi.
4. Mannréttindastjóri fór yfir málefni fjölmenningarráðs varðandi lengd setu fulltrúa í Fjölmenningarráði Reykjavíkurborgar. Óskað var eftir lögfræðilegu áliti á málinu og því frestað til næsta fundar.
5. Rætt um heimsókn Önnu Kirovu, prófessor við Háskólann í Alberta þann 2. nóvember n.k. Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Rauða Kross Íslands á Akranesi óskaði eftir því að fulltrúar mannréttindaráðs kæmu til fundar við Önnu Kirovu þann 2. nóvember nk.
Fundi slitið kl. 14.05
Margrét Kristín Blöndal
Björn Gíslason Ingibjörg Stefánsdóttir
Marta Guðjónsdóttir SJÓN
Elín Sigurðardóttir