Mannréttindaráð
Ár 2011, 27. september, var haldinn 77. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, SJÓN, og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Björn Guðmundsson og Ólafía Dögg Ágeirsdóttir kynntu verkefni EGOV4U og mannréttindaskrifstofu, Tölvufærni, samskipti kynslóðanna.
2. Nedelina Stoyanova Ivanova, Auður Sigurðardóttir og Svana Jóhannesdóttir frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra kynntu vinnu sína við gerð táknmálsorðabókar. Samskiptamiðstöðin hlaut styrk mannréttindaráðs fyrr á árinu.
3. Mannréttindastjóri kynnti úttekt mannréttindaskrifstofu fyrir ÍTR um jafnrétti í íþróttafélögum.
4. Lögð fram styrkumsókn frá Bergþóri Grétari Böðvarssyni varðandi Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október.
Samþykkt að greiða kostnað við leigu Tjarnarsals Ráðhúss Reykjavíkur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í byrjun september kom fram í fjölmiðlum að hætt sé að veita fjármagni í Olweusar áætlunina, viðbragðsáætlun gegn einelti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um það hvernig borgaryfirvöld ætli að tryggja að skólar sinni forvörnum gegn einelti og séu með virkar viðbragðsáætlanir vegna þeirra. Einnig er óskað eftir því hvernig eftirfylgni er með þeim málum, hvernig samstarf við foreldra vegna þessara mála er háttað og hvernig það sé tryggt að öll skólabörn í Reykjavík viti nákvæmlega hvert þau eiga að leita til þess að tilkynna einelti og/eða leita aðstoðar.
Fundi slitið kl. 14.12
Margrét Sverrisdóttir
Marta Guðjónsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir SJÓN