Mannréttindaráð - Fundur nr. 76

Mannréttindaráð

Ár 2011, 13. september, var haldinn 76. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason, Bjarni Jónsson, SJÓN, og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Magnús Haraldsson kynnti störf ferlinefndar Reykjavíkurborgar.
Tillaga mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð beinir því til framkvæmdasviðs og ferlinefndar að hefja nú þegar vinnu við að móta ferla til að tryggja aðkomu ferlinefndar að hönnun mannvirkja í eigu Reykjavíkurborgar. Með því er tryggt að húsnæði í eigu borgarinnar séu aðgengilegt fyrir alla borgarbúa.

2. Halldór Gunnarsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks, kynnti starf sitt.

3. Mannréttindastjóri fór yfir stöðu mála ICORN ( R10080008)

4. Lögð voru fram drög að reglum varðandi tilfallandi stuðning til erlendra menningarfélaga á Íslandi.

Fundi slitið kl. 14.10

Margrét Kristín Blöndal

Björn Gíslason Ingibjörg Stefánsdóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir SJÓN