No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2011, 24. maí, var haldinn 73. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.23. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ingibjörg Óðinsdóttir, Snærós Sindradóttir, Björn Gíslason, Eva Baldursdóttir og Jörundur Ragnarsson. Jafnframt sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Bryndís E. Jóhannsdóttir kynnti nýsköpunarverkefni námsmana og Reykjavíkurborgar um kynjaða fjárhagsáætlunargerð.
2. Tillaga um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög með áorðnum breytingum lögð fram til kynningar.
Fulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar skipaði starfshóp árið 2006 til þess að fara yfir samskipti kirkju og skóla í Reykjavík. Sá starfshópur skilaði niðurstöðum í ársbyrjun 2007. Í niðurstöðum hópsins kom m.a. fram að: „í leik- og grunnskóla skal börnum ekki mismunað vegna trúar- eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar-eða lífsskoðunum .“ Á sama tíma og fulltrúi Vinstri grænna í mannréttindaráði fagnar því að hér hafi verið lögð fram tillaga með það að markmiði að forðast að setja börn í aðstæður sem útilokar þau frá skólastarfi í Reykjavík vegna trúar-og lífskoðunar þeirra eða foreldra þeirra, þá lýsir fulltrúinn yfir mikilli furðu á því hve langan tíma vinnsla tillögunnar hefur tekið í ljósi þess að umsagnir þeirra fagráða sem tillagan snertir beint, þ.e. menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs bárust í nóvember 2010.
Fundi slitið kl. 13:29.
Margrét K. Sverrisdóttir
Margrét Kristín Blöndal Ingibjörg Óðinsdóttir
Snærós Sindradóttir Björn Gíslason
Eva Baldursdóttir Jörundur Ragnarsson