No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2011, 10. maí, var haldinn 72. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.24. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason, Heiða Kristín Helgadóttir og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti úttekt á einelti (sem gerð var árið 2010) og dag gegn einelti. Lögð voru fram drög að bréfi til skólastjórnenda í Reykjavík.
2. Mannréttindadagur Reykjavíkur 16. maí.
Ákveðið var að veita Hinsegin dögum mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2011.
3. Mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir kynntu dagskrá Fjölmenningadags 14. maí 2011.
4. Lagðar fram umsagnir velferðarráðs um tillögu mannréttindaráðs um samskipti skóla og trúar-og lífsskoðunarhópa.
Fundi slitið kl. 13.51.
Margrét K. Sverrisdóttir
Margrét Kristín Blöndal Þórey Vilhjálmsdóttir
Elín Sigurðardóttir Björn Gíslason
Bjarni Jónsson Heiða Kristín Helgadóttir