Mannréttindaráð
Ár 2011, 27. apríl, var haldinn 71. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.19. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason, Heiða Kristín Helgadóttir og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Halldór Lárusson fór yfir stöðu mála starfshóps um öryggi í miðborginni.
2. Styrkir mannréttindaráðs. Samþykkt að veita eftirfarandi aðilum styrk:
• Samfés. Kynning á mannréttindum og lýðræði til reykvískara ungmenna kr. 400.000,-
• NPA miðstöðin. Jafningjaráðgjöf til sjálfstæðs lífs kr. 1.000.000,-
• Jafnréttishús. Íslenskunámskeið fyrir tælendinga kr. 78.000,-
- Kl.13.22 vék Þórey Vilhjálmsdóttir af fundi.
3. Tilnefningar til mannréttindaverðlauna Reykjavíkur 2011. Farið yfir tilnefningar sem þegar hafa borist en frestur rennur út 4. maí.
4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. þ.m. þar sem tilkynnt var að Heiða Kristín Helgadóttir taki sæti Jörundar Ragnarssonar sem fulltrúi í mannréttindaráði til 15. júlí nk. (R10060077)
5. Lögð fram tillaga vegna eineltismála frá borgarstjórnarfundi ungmenna dags. 19.þ.m (R11040046).
Fundi slitið kl. 13.54
Margrét K. Sverrisdóttir
Margrét Kristín Blöndal Elín Sigurðardóttir
Björn Gíslason Bjarni Jónsson Heiða Kristín Helgadóttir