Mannréttindaráð - Fundur nr. 7

Mannréttindaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 12. júní var haldinn 7. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Tinna Helgadóttir, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs: Viðar Eggertsson, Jóhann Birgisson og Sigurður Ágúst Sigurðsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnea Gná Jóhannsdóttir. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsfólk: Heimir Snær Guðmundsson. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgastjórnar dags. 5. júní 2025, um að Einar Sveinbjörn Guðmundsson taki sæti sem varamaður í mannréttindaráði í stað Lífar Magneudóttur. MSS25020083 
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 5. júní 2025, um að Berglind Magnúsdóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi velferðarsviðs í öldungaráði. MSS22060165 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning velferðarsviðs á hugmyndum um líknarteymi í heimahúsi á vegum heimahjúkrunar í Reykjavík. MSS25050051

    Berglind Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    –    Kl.13.20 tekur Ellen J. Calmon sæti á fundinum.

    Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mannréttindaráðið tekur undir mikilvægi þess að einstaklingum standi til boða að fá líknar- eða lífslokameðferð heima fyrir með aðkomu heimahjúkrunar með fagmennsku að leiðarljósi. Það hefur mikla þýðingu fyrir bæði sjúklinga og aðstandendur að hægt sé að framfylgja óskum þeirra sem vilja fá að deyja heima með reisn.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs dags. 17. mars 2025 um málefni dagdvalarinnar Þorrasels. VEL25030028

    Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi aðgengi að dagþjálfun fyrir eldra fólk, þar sem slík þjónusta gegnir lykilhlutverki í því að styðja við sjálfstæða búsetu og viðhalda lífsgæðum. Reykjavíkurborg er í virku samtali við ríkið en engin ákvörðun hefur að svo stöddu verið tekin varðandi beiðni heilbrigðisráðuneytisins um stækkun á heilsugæslu Miðbæjar á Vesturgötu en stækkunin myndi fela í sér flutning á dagdvölinni Þorraseli. Komi til flutninga á dagdvölinni leggur ráðið áherslu á að ekki verði þjónusturof fyrir þjónustuþega Þorrasels og telur mikilvægt að tryggt sé að veitt verði sambærileg eða betri þjónusta á nýjum stað. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning umhverfis- og skipulagsviðs á almennings- og minningarbekkjum í Reykjavík. MSS25060035

    Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  6. Samþykkt að taka á dagskrá til framlagningar fundardagatal mannréttindaráðs haust 2025. MSS25030087 

    –    Kl. 14.33 víkja af fundi fulltrúar öldungaráðs; Viðar Eggertsson, Jóhann Birgisson og Sigurður Ágúst Sigurðsson.
    –    Kl. 14.35 taka sæti á fundinum starfsfólk og áheyrnarfulltrúar ofbeldisvarnarmála; Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, Linda Dröfn Gunnarsdóttir, Drífa Snædal og Halla Bergþóra Björnsdóttir og I. Jenný Ingudóttir taka sæti með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning mannauðs- og starfsumhverfissviðs á reglubundinni endurskoðun á verkferlum vegna gruns um ofbeldi sem starfsfólk beitir í störfum sínum. sbr. aðgerð nr. 51 í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082

    Eyþór Víðisson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  8. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Á fundi aðgengis og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks 16. janúar 2025 var kynning á Betri borg fyrir börn merkt MSS25010173. Á fundinum voru spurningar sem tengdust persónuvernd í sambandi mið samþykki, samþættingu og heimildir að gögnum og var þeim flestum svarað. Í kjölfarið voru nokkrir þættir eftir og er þeim lýsi í þessari fyrirspurn. Óskað er svara um: 
    1. Er til tæmandi listi lagaramma verkefnisins hvað varðar söfnun, vinnslu, vistun, eyðingu og aðgangsheimildir að gögnum um börn? Í kynningu kom fram 90/2018 og 86/2021.
    2. Hvernig fer mat á þroska á barni fram í sambandi við að veita samþykki á samþættingu? 
    3. Er farið fram á samþykki beggja foreldra eða einungis lögheimilishafa þegar veit er samþykki á samþættingu? 
    4. Er aðgangur að gögnum um barnið gefið til annara en barnaverndar og lögreglu? 
    5. Hvernig er aðgangsstýringar varðandi þessi gögn um barnið háttaðar varðandi barnavernd og lögreglu? 
    6. Hversu lengi eru aðgangsheimildir gefnar og á hvaða forsendum? 
    7. Var gert mat á áhrifum slíkra samþættingu gagna á framtíð barnsins með tilliti til hver hefur aðgang að þeim, hversu lengi þau eru vistun og með hvaða hætti þau eru vistuð og eydd? 
    8. Er upplýst samþykki bæði tryggt og endurmetið með skipulögðum hætti frá foreldri/um og barni? 
    9. Var gert mat á aðgengi lögreglu að þessum gögnum í málum er varða kærur kynferðislegu ofbeldis og þar sem gögn úr þessu/m kerfum gætu verið metin hluti máls, nánar tiltekið í málum þar sem réttarstaða brotaþola er takmörkuð og meintur gerandi hefur aðgang að gögnum máls?

    Greinagerð fylgir fyrirspurninni. MSS25060053

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu á Regnbogavottun Reykjavíkurborgar. MSS24030023

    Þórhildur Elínard. Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er mikilvægur liður í að tryggja að starfsemi borgarinnar sé hinseginvæn og að komið sé í veg fyrir hvers konar mismunun hinsegin fólks í okkar starfsemi. Við erum stolt af því að nú hafa 133 starfsstaðir borgarinnar hlotið Regnbogavottun. Jákvætt er að margir starfsstaðir séu að óska eftir vottun og ákjósanlegt að verkefnið fái áframhaldandi framgang. Mannréttindaráð skorar á borgarstjórn að óska eftir Regnbogavottun við fyrsta tækifæri.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:45

Sabine Leskopf Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Ellen Jacqueline Calmon Tinna Helgadóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 12. júní 2025