Mannréttindaráð - Fundur nr. 7

Mannréttindaráð

Fimmtudaginn 8. maí 2008 var haldinn 7. fundur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Falasteen Abu Libdeh, Andri Óttarsson, Elvira Mendez og Jóhann Björnsson. Einnig Marsibil J. Sæmundardóttir áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sat fundinn Kristín Þóra Harðardóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Þema og verkefni mannréttindadagsins 16. maí nk.
Formaður mannréttindaráðs greindi frá hugmyndum að dagskrá í Höfða á mannréttindadegi þann 16. maí. Þema dagsins eru innflytjendamál og verður af því tilefni kynnt verkáætlun í innflytjendamálum.

2. Mannréttindaverðlaun mannréttindaráðs.

- Dagur B. Eggertsson mætti á fundinn 12:55

Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að veita xxx mannréttindaverðlaun Mannréttindaráðs 16. maí nk. Um er að ræða viðurkenningu en ekki styrkfjárhæð.
Jóhann Björnsson vék af fundi við atkvæðagreiðsluna.
Formanni ráðsins og mannréttindastjóra falin útfærsla viðurkenningarinnar sem yrði í formi listaverks.

3. Reglur um styrki.
Samþykkt að vinnuhópur fari yfir reglur ráðsins um styrkveitingar. Í vinnuhópnum eru: Falasteen, Marsibil, Andri og Elvira.

4. Ferli fjárhagsætlunargerðar.
Skila þarf yfirliti yfir áherslur og verkefni ráðsins fyrir 10. júní.
Frestað til næsta fundar.

5. Önnur mál
Samþykkt var að færa fundartíma mannréttindaráðs á þriðjudaga kl. 12:00-14:00. Næsti fundur verður því 27. maí.
Ábending frá Falasteen og Marsibil um að senda fundargögn fyrr en sólarhring fyrir fund.
Mannréttindaráð bauð nýjan ráðsmann Dag B. Eggertsson velkominn til starfa.


Fundi slitið kl. 13:55

Marta Guðjónsdóttir

Björn Gíslason Falasteen Abu Libdeh
Andri Óttarsson Elvira Mendez
Jóhann Björnsson