Mannréttindaráð
Ár 2011, 8. mars, var haldinn 68. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.19. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Björn Gíslason og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagður fram bæklingur gefinn út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars. ( R11030036).
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar útgáfu bæklingsins Kynlegar tölur, konur og karlar í Reykjavík, sem gefinn er út í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Bæklingurinn lýsir á skýran og skemmtilegan hátt ýmsu sem snýr að stöðu kynjanna í borginni.
2. Farið var yfir skipulag opins fundar sem haldinn verður 16. mars í kl. 17.00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem niðurstöður fjölmenningarþings verða kynntar.
3. Ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki mannréttindaráðs nú í mars á vef Reykjavíkurborgar.
4. Skipað í starfshóp um Fjölmenningardag. Í hópinn voru skipuð þau: Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson og Björn Gíslason. Með starfshópnum munu starfa 2 fulltrúar fjölmenningarráðs ásamt starfsmanni mannréttindaskrifstofu.
5. Arnfríður Valdimarsdóttir kynnti Stjórnlög unga fólksins, verkefni sem varðar lýðræðisþátttöku barna.
Fundi slitið kl. 13.25.
Margrét K. Sverrisdóttir
Margrét Kristín Blöndal Heiða Kristín Helgadóttir
Elín Sigurðardóttir Björn Gíslason
Bjarni Jónsson Þórey Vilhjálmsdóttir