Mannréttindaráð - Fundur nr. 67

Mannréttindaráð

Ár 2011, 22. febrúar, var haldinn 67. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.19. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Eva Baldursdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Björn Gíslason og Snærós Sindradóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landsamtakanna Þroskahjálpar kynnti verkefnið „Með okkar augum“ sem hlaut styrk frá mannréttindaráði í janúar sl. Mannréttindaráð veitir Landssamtökunum Þroskahjálp heimild til að setja hluta áður úthlutaðs styrks ráðsins í verkefnið „Sarino Circus“ sem snýr að uppsetningu leiksýningar.

- Kl.12.33 tekur Heiða Kristín Helgadóttir sæti á fundinum.

2. Mannréttindastjóri fór yfir stöðu mála varðandi réttindagæslu fatlaðra.
Bókun mannréttindaráðs:
Við yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga um áramótin var trúnaðarmannakerfi fatlaðs fólks aflagt. Mannréttindaráð Reykjavíkur skorar á ríkisvaldið að sjá til þess að réttindagæsla fatlaðs fólks verði tryggð.

3. Mannréttindastjóri kynnti niðurstöður Fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar. Lögð var fram skýrsla með niðurstöðum þingsins. (R10100356). Ákveðið var að halda opinn fund í mars þar sem farið verður yfir skýrsluna. Einnig var ákveðið að þýða niðurstöðurnar á ensku og pólsku.

4. Mannréttindastjóri kynnti tölfræðilegar upplýsingar yfir stjórnendur í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar. Lagt fram yfirlit yfir kynjahlutfall skólastjórnenda dags. 21.02.11. (R11020083).

- Kl. 13.31 víkur Heiða Kristín Helgadóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 13.44

Margrét K. Sverrisdóttir

Margrét Kristín Blöndal Snærós Sindradóttir
Björn Gíslason Eva Baldursdóttir
Ingibjörg Óðinsdóttir