Mannréttindaráð
Ár 2011, 8. febrúar, var haldinn 66. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.21. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Eva Baldursdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Björn Gíslason og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. María Rúnarsdóttir verkefnastjóri á velferðarsviði kynnti yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.
2. Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir og Hreinn Hreinsson frá skrifstofu vefþróunar kynntu verkefnið EGOV4U sem snýr að auknu aðgengi minnihlutahópa að vef borgarinnar.
3. Halldóra Gunnarsdóttir fór yfir drög að umsögn mannréttindaráðs um þingsályktunartillögu um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Drögin samþykkt.
Fundi slitið kl. 14:07.
Margrét K. Sverrisdóttir
Margrét Kristín Blöndal Jörundur Ragnarsson
Elín Sigurðardóttir Björn Gíslason
Eva Baldursdóttir Þórey Vilhjálmsdóttir