Mannréttindaráð - Fundur nr. 64

Mannréttindaráð

Ár 2011, 11. janúar, var haldinn 64. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.05. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Björn Gíslason og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram umsögn mannréttindaráðs um tillögu forsætisnefndar um minningu baráttukvenna dags. 10. þ.m. (R10060165). Umsögnin samþykkt samhljóða.

2. Lagt fram minnisblað dags. 11. þ.m. varðandi aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum. Halldóra Gunnarsdóttur kynnti. (R10080108).

3. Lagt fram minnisblað dags. 11.01. þ.m. varðandi Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Halldóra Gunnarsdóttir kynnti. ( R09090086).

- Gert var fundarhlé frá kl. 16.55 – 17.10

4. Samþykkt að veita eftirfarandi styrki:
Landssamtökin Þroskahjálp kr. 2.000.000,-. Sjónvarpsþáttagerð.
Kvenréttindafélag Íslands kr. 1.000.000,-. Mánaðarlegir súpufundir.
Sterk forvarnarmiðstöð kr. 500.000,-. Verkefnið stöðvum mansal.
Edda Jónsdóttir kr. 260.000,- . Útvarpsþáttagerð um kynferðisofbeldi á Íslandi.
Selma Hrönn Marinósdóttir kr. 240.000,- .Táknmálsútgáfa á barnaefni.


Fundi slitið kl. 17.50


Margrét K. Sverrisdóttir

Margrét Kristín Blöndal Jörundur Ragnarsson
Elín Sigurðardóttir Björn Gíslason
Bjarni Jónsson Þórey Vilhjálmsdóttir