Mannréttindaráð
Ár 2010, 21. desember, var haldinn 63. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu kynnti skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar; Konur og velferð í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi.
-Kl. 12.43 tekur Heiða Kristín Helgadóttir sæti á fundinum.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð samþykkir að fela Margréti Kristínu Blöndal og Þórey Vilhjálmsdóttur undirbúning verkefnis sem snýr að verkaskiptingu og jafnrétti inn á heimilum. Verkefnið skal unnið í samvinnu við mannréttindaskrifstofu.
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags.10. þ.m. varðandi tillögu forsætisnefndar vegna minningu baráttukvenna ásamt greinargerð. (R10060165). Málinu frestað.
3. Mannréttindaráð lagði fram eftirfarandi tillögu varðandi ráðgjöf og lögfræðiþjónustu við innflytjendur á árinu 2011:
Mannréttindaráð felur mannréttindastjóra að ganga frá samningi við velferðarsvið um ráðningu tveggja ráðgjafa sem veita eiga ráðgjöf til íbúa af erlendum uppruna í Reykjavík. Um er að ræða 100#PR stöðugildi. Ráðgjafarnir verða staðsettir á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og á þjónustumiðstöð Breiðholts. Samningurinn gildir frá 1.1.2011- 31.12.2011.
Ennfremur er mannréttindastjóra falið að ganga til samninga við Margréti Steinarsdóttur um að veita lögfræðiráðgjöf við íbúa í Reykjavík af erlendum uppruna. Um er að ræða 30#PR stöðugildi. Ráðgjöfin verður veitt á báðum þjónustumiðstöðvunum vikulega. Tillagan samþykkt samhljóða.
4. Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa mannréttindaskrifstofu og mannréttindaráði vegna tillögu Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um samskipti leik-og grunnskóla og trúar-og lífsskoðunarhópa. (R 10100305).
Næsti fundur ráðsins verður 11. janúar kl.16.00.
Fundi slitið kl. 13.26.
Margrét K. Sverrisdóttir
Margrét Kristín Blöndal Heiða Kristín Helgadóttir
Elín Sigurðardóttir Björn Gíslason
Bjarni Jónsson Þórey Vilhjálmsdóttir