Mannréttindaráð
Ár 2010, 7. desember, var haldinn 61. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.18. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason, Elsa Yeoman, og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Angelique Kelley og Toshiki Toma, fulltrúar fjölmenningaráðs komu á fundinn og lögðu fram fyrir hönd nýskipaðs fjölmenningaráðs minnisblað varðandi endurskoðun á þjónustu við innflytjendur dags. 7. þ.m. Mannréttindastjóri lagði fram skýrslu frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða vegna þjónustu við innflytjendur. Einnig var lagt fram kostnaðaryfirlit vegna innflytjendamála fyrir árið 2010 og drög að áætlun 2011. Mannréttindastjóri sagði frá kynnisferð til Portúgal 8.-14. nóvember s.l. á vegum Leonardo Da Vinci, Life Long Learning. ( R 10080005).
2. Lögð voru fram drög að auglýsingu opins fundar mannréttindaráðs.
3. Tillaga Sjálfstæðisflokks frá 12.10 s.l. varðandi aðgengi fatlaðra og aldraðra í miðborg lögð fram að nýju.
Tillögunni vísað til afgreiðslu umhverfis- og samgönguráðs.
4. Samþykkt að veita eftirfarandi aðilum styrk vegna ársins 2010:
Alnæmissamtök Íslands kr. 600.000,-
Átak félag fólks með þroskahömlun kr.400.000,-
Mannréttindaskrifstofa Íslands kr. 500.000,-
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra kr. 750.000,-
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð lýsir yfir áhyggjum af því hvernig gerð þjónustusamninga við samtök sem starfa á sviði mannréttindamála er háttað hjá Reykjavíkurborg. Í reglum mannréttindaráðs um styrkveitingar frá árinu 2007 kemur fram í 5 gr. lið c. um þau verkefni sem styrkt eru; „Að verkefni eða starfssemi falli ekki undir hefðbundinn rekstur, s.s rekstur skrifstofu eða húsnæðis“. Í ljósi þess að styrkjaliður mannréttindaráðs er 10 milljónir á ári er þessi grein í reglunum vel skiljanleg. Mannréttindaráð vill þó benda á að í núverandi fyrirkomulagi virðist ekki vera skýrt hver ber ábyrgð á gerð þjónustusamninga við samtök sem starfa á sviði mannréttindamála. Dæmi eru um að borgarráð hafi vísað umsóknum um styrki til reksturs til mannréttindaráðs, þó svo að í reglum komi fram að ráðið styrki ekki slíkt. Brýnt er að beina því til nefndar sem nú fer yfir styrkjamál borgarinnar að fara heildstætt yfir þessi mál. Mannréttindaráð telur það heppilegustu lausnina að mannréttindaskrifstofu verði falið að gera þjónustusamninga við samtök sem starfa á sviði mannréttindamála enda verði til þess tryggt fjármagn.
5. Lögð fram umsögn ÍTR um tillögu Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um samskipti leik- og grunnskóla og trúar- og lífsskoðunarhópa lagðar dags. 30.11.10.
Lögð fram umsögn menntaráðs um sömu tillögu dags. 29.11.10.
Fundi slitið kl. 14.13
Margrét K. Sverrisdóttir
Margrét Kristín Blöndal Elsa Yeoman
Elín Sigurðardóttir Björn Gíslason
Bjarni Jónsson Þórey Vilhjálmsdóttir