Mannréttindaráð - Fundur nr. 60

Mannréttindaráð

Ár 2010, 23. nóvember, var haldinn 60. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Margrét K. Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Björn Gíslason, Eva Baldursdóttir og Elín Sigurðardóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.


Þetta gerðist:

1. Mannréttindastjóri fór yfir framkvæmd fjölmenningarþings sem haldið var í Borgarleikhúsinu 6. nóvember 2010.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með framkvæmd fjölmenningarþingsins sem haldið var í Borgarleikhúsinu 6. nóvember sl. Markmið þingsins var að bæta þjónustu Reykjavíkurborgar við innflytjendur. Öllum innflytjendum, 18 ára og eldri, sem eiga lögheimili í Reykjavík var velkomið að sitja þingið og hafa áhrif á hvernig gera má betur í þjónustu borgarinnar með því að taka þátt í umræðunum. Þingið var fjölsótt og fóru hringborðsumræður fram á 8 tungumálum á þinginu. Niðurstöður þingsins verða hafðar til hliðsjónar við þjónustu borgarinnar í þágu innflytjenda.

2. Mannréttindastjóri fór yfir niðurstöður kosninga í fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar. Eftirtaldir hlutu kosningu: Akeem-Cujo Oppong (Ghana)
Juan Camilo Román Estrada (Kólumbía), Raúl Sáenz (Mexíkó), Shuhui Wang (Kína), Toshiki Toma (Japan), varamenn voru kjörnir: Katelin Marit Parsons (Kanada), Angelique Kelley (Bandaríkjunum).

3. Mannréttindastjóri kynnti fyrirhugaða dagskrá Dags gegn dauðarefsingum 30. nóvember n.k.

4. Rætt var um opinn fund mannréttindaráðs 10. desember n.k. Ákveðið var að hafa morgunverðafund frá 8.30 - 10.00.

5. Lögð var fram skýrsla um endurskoðun á starfsemi Lánatryggingasjóðs kvenna.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar skýrslu starfshóps um Lánatryggingasjóð kvenna. Tölur sýna að konur sitja ekki við sama borð og karlar hvað varðar aðgang að fjármögnun fyrirtækja. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því a Lánatryggingasjóður kvenna geti hafið starfssemi sína sem fyrst, þannig að hægt sé að hefja úthlutun til kvenna, sérstaklega nú þegar kreppir að á vinnumarkaði. Mannréttindaráð fagnar öllum aðgerðum til að auka hlut kvenna í íslensku frumkvöðlastarfi.

6. Lagt var fram yfirlit styrkumsókna fyrir árið 2011. Alls bárust ráðinu 27 umsóknir.

7. Lögð fram Starfs-og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.


- Kl.14.10 vék Eva Baldursdóttir af fundi.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Vinstri grænna óska bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í mannréttindaráði þykir miður að ráðið skuli ekki hafa komið að gerð fjárhagsáætlunar mannréttindaskrifstofu fyrir árið 2011 í meira mæli en raunin hefur verið. Drög að fjárhagsáætlun 2011 voru kynnt á fundi ráðsins 3. nóvember sl. þar sem fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir að fá ítarlegri gögn til þess að hafa til hliðssjónar við umræður um fjárhagsáætlun. Gögn vegna fjárhagsáætlunar hafa borist seint og illa þannig að kjörnum fulltrúum hefur gefist stuttur fyrirvari til að kynna sér málin og taka til þeirra afstöðu. Vinnubrögð af þessu tagi eru í ósamræmi við þau fyrirheit sem gefin hafa verið um aukið samráð og samstarf á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur.
Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokks óska bókað:
Öll gögn varðandi vinnu að fjárhagsáætlunargerð eru ávallt aðgengileg fulltrúum ráðsins. Óskað var eftir gögnum á síðasta fundi og í dag voru umbeðin gögn lögð fram.

Fundir ráðsins fram að áramótum verða 7., 10. og 16. desember


Fundi slitið kl. 14.27

Margrét K. Sverrisdóttir

Margrét Kristín Blöndal Elín Sigurðardóttir
Björn Gíslason Bjarni Jónsson
Þórey Vilhjálmsdóttir